Kæling;

Að kæla hvítvín, rósavín eða kampavín er í sjálfu sér ekkert svakalega flókið. Skellir flöskunni inn í kæli tveimur plús tímum fyrir neyslu og málið er dautt. En að kæla rauðvín (já þú last rétt) getur verið snúið og þarf maður að sýna því aðeins meiri athygli en t.d. hvítvíni og rósavíni. Þegar þú veist að þú ert að fara að opna rauðvín með matnum vertu þá viss um að u.þ.b. 30 mín fyrir neyslu sért þú að fara að huga að því að skella víninu í kæli, þ.e.a.s. ef þú ert ekki nú þegar búin(n) að því. Flest rauðvín er töluvert betra ef því er skengt (og drukkið) á bilinu 15-19°C. Nú er ég ekki mikið að njósna um það hversu heitt er heima hjá fólki en samkvæmt veraldarvefnum er stofuhiti á bilinu 20-24°C og er rauðvínið jú í flestum tilvikum geymt við stofuhita þ.e.e.s. fyrir utan þá sem hugsa mjög vel um vínin sín (og sig) og eiga eitt stykki vínskáp.

Anyways, 15-30 mínútur er mjög góður tími til þess að miða við þegar þú ætlar að koma rauðvíni niður í kjör hitastig. EF! þú gleymir að setja vínið í ísskáp svona tímanlega þá er alls ekki ónýtt að skella því bara í frysti í u.þ.b. 5-7 mínútur og þá ætti þetta allt að blessast. Það sama á við um hvítvín, rósavín, kampavín o.s.f.v. þá er algjör snilldar leið að bleyta eldhúsbréf og vefja því utan um flöskuna og setja hana svo í frysti, þá er ekki ólíklegt að þú styttir tímann um helming í það að vínið verði ískalt. Síðast en ekki síst er hægt að snöggkæla vín eða hvaða drykk sem er með því að setja vatn, klaka og nóg af salti í bala eða stóra fötu og skella góssinu útí, klaki er jú um 0°C þannig þetta er mjög kalt en það sem saltið gerir er að það dregur frostmarkið í vatninu niður fyrir 0°C þannig að þetta verður einhverskonar súper-köld blanda sem svínvirkar í hvert skipti. Sumarið er alveg að koma, ég finn það á mér. Drífið ykkur í að kæla. Skál!

 

 

1000 Stories Zinfandel
Þetta vín hefur vægast sagt verið á allra vörum síðan það kom í sölu núna í kringum áramót. Ég lét vaða og varð ekki fyrir vonbrigðum. Áður en ég skellti nautakjötinu á grillið umhellti ég kældri 1000 Stories og leyfði því að standa þar til eldamennskan var afstaðin. 1000 Stories er Zinfandel frá Californiu og venjulega er Zinfandel ekkert sérstaklega parað saman við kjöt þar sem þrúgan er yfirleitt í léttari kantinum, en 1000 Stories er látið liggja í Bourbon tunnum áður en því er skellt í flöskur og það gerir gæfumuninn.

Ég mæli með 1000 Stories Zinfandel í hvaða partý sem er, vínið er auðvitað ágætt með rauðu kjöti en næst ég myndi drekka það eitt og sér í góðra vina hópi og í mesta lagi með einum ostabakka eða svo. Vínið er jú ennþá Zinfandel og er að mínu mati ekki alveg nógu kröftugt í þau gríðarstóru verkefni sem blóðugar nautasteikur eru. 3.499 kr í Vínbúðinni 3.8*

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.