Fyrir marga voru það gleðitíðindi þegar Nespresso opnaði glæsilega verslun í Kringlunni en
Nespresso býður uppá hágæða kaffi og er frumkvöðull á sínu sviði. Vörumerkið stendur fyrir einstök gæði og er mikill áhrifavaldur í kaffimenningu heimsins.

Nú hefur Nespresso hafið framleiðslu á ískaffi. Ískaffi er mjög vinsælt erlendis en kannski hefur kuldinn hérna komið í veg fyrir að við höfum tekið þetta alla leið. Nú er hinsvegar komið tækifæri til að prufa okkur áfram með ískaffið og uppgötva af hverju við höfum verið að missa öll þessi ár. Ískaffið frá Nespresso kemur í tveimur tegundum og er önnur tegundin hugsuð til að hrista með klaka en hina tegundina á að drekka á klaka en ekki hrista. Sala á ískaffinu hefst þann 16. júní og verður til sölu í allt sumar. Hægt verður að panta hér.

Ég útbjó einn af skemmtilegri eftirréttum sem ég veit um úr ískaffinu en hann er uppruninn frá Ítalíu og kallast Affagato. Gestirnir taka þátt í því að útbúa eftirréttinn og hella ískaffinu og Kaluha yfir sína vanilluískúlu. Ég mæli með því að bera hann  fram með Amaretti möndlukexi – það setur punktinn yfir i-ið á þessum frábæra eftirrétti.

ítalski eftirrétturinn sem við elskum

 

Affogato
1 líter hágæða vanilluís
250 ml Salentina ískaffi, frá Nespresso
125 ml Kaluha
Meðlæti: Amaretti möndlukex

  1. Setjið eina stóra kúlu í glas eða skál.
  2. Berið fram kaffi og Kaluha og leyfið hverjum gesti að hella yfir sína kúlu.
  3. Stráið súkkulaðispæni yfir ískúluna og berið fram með Amaretti möndlukexi.

 

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Nespresso á Íslandi.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.