Elsku lesendur. Ég vil fá að nota tækifærið og biðjast afsökunnar á þessari hræðilegu ritstíflu sem hefur átt sér stað síðastliðnar vikur. Ég og kærastan mín ákváðum að færa okkur um set og hefur tíminn að mestu farið í að brjóta veggi, mála, skrúfa saman hluti og allt þetta tvinnað saman með fæðingarorlofi. En, nú er loksins orðið íbúðarhæft hjá okkur og sjaldan betra tilefni til að rífa tappann úr flöskunni. Gjörið svo vel.
HMB.
Stemmari Passiata
Ég elska osta og hráskinkur, svo mikið að ef ég mætti fá að velja mína síðustu máltið væri það klárlega stútfullur bakki af allskyns ostum, skinkum og pylsum. En það sem toppar þetta kombó er geggjað rauðvín, til að mynda Stemmari Passiata. Þessi blanda af Syra og Nero d’Avola kemur frá Sikiley og er án efa eitt besta “ostavín” sem ég hef komist í návígi við.
Stemmari Passiata hentar öllum og er mjög auðdrekkanlegt, meira að segja amma sem segir að allt vín sem ég gef henni sé sterkt, drekkur þetta með bestu lyst! Málið er einfalt, ef þú ert að fara að bjóða uppá veitingar fljótlega, hvort sem það sé stakur camembert & sulta eða glæsilegur ostabakki með úrvali af skinkum þá býður þú Stemmara með í partýið, það verður algjör stemmari (nei segi svona). 1.999 kr í Vínbúðinni 4*
Hafliði Már er flugmaður hjá WOW og mikill matgæðingur ásamt því að vera áhugamaður um góð vín. Hans markmið er að aðstoða lesendur GRGS við að finna gæðavín á góðu verði – svona faldar perlur. Lesendur geta treyst því að þegar Hafliði mælir með einhverju þá er það „magic“!
Leave a Reply