Domaine De Villemajou Corbieres Boutenac

Domaine De Villemajou er búið að vera í miklu uppáhaldi hjá mér í nokkur ár. Eða frá því að ég smakkaði það á kynningu frá “legendinu” sjálfu, Gérard Bertrand. Algjör meistari!

Þetta rauðvín er tryllt!

Ég skellti víninu í frysti í u.þ.b. 10 mín áður en ég opnaði hana og drakk hana með dýrindis nautasteik. Það er klassískt kombó, ég veit. En þú getur gert hvað sem er með þetta vín, steik, ostar, brúðkaup eða skilnaður það skiptir ekki máli, Domaine De Villemajou leysir vandann.

Ef þig vantar “go-to” vín í þinn vínrekka þá myndi ég ekki hika við að bæta nokkrum Domaine De Villemajou í safnið. Vínið er á rétt rúmlega 3.000 kr. í Vínbúðinni en þið fáið hana á dúndurprís ef þið eigið leið í gegnum Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Domaine De Villemajou er tryllt!  Og þar hafið þið það. 3.199 kr. í Vínbúðinni 4*

 

 

Hafliði Már er flugmaður hjá WOW og mikill matgæðingur ásamt því að vera áhugamaður um góð vín. Hans markmið er að aðstoða lesendur GRGS við að finna gæðavín á góðu verði – svona faldar perlur. Lesendur geta treyst því að þegar Hafliði mælir með einhverju þá er það „magic“!

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.