Trapiche Gran Medalla Malbec
Ég er sjálfgreindur Malbec fíkill, ég skal glaður viðurkenna það. Ég hef skrifað um nokkur Malbec vín hérna inná en ég er hvergi nærri hættur. Ég held hinsvegar að ég sé að fara að skrifa um það allra besta akkúrat núna…
Trapiche Gran Medalla Malbec er eitt mesta sælgæti sem sögur fara af og klárlega besta Malbec sem ég hef smakkað. Vínið er einstaklega vel kryddað og kröftugt og ég gæti talið upp ótal mörg tilefni þar sem það myndi smellpassa inní en Trapiche Gran Medalla Malbec er án efa eitt besta “go-to” vín á markaðnum í dag og klárlega eitt besta “value for money” vín sem þið komist í. Þið fáið það á litlar 3.500 kr. í Vínbúðinni sem er einn besti díll sem ég veit um og þið fáið það á enn betri díl ef þið eigið leið hjá í Fríhöfnina.
Ég er nánast 100% viss um að Trapiche Gran Medalla Malbec komi fram á lista yfir jólavín GRGS í ár því ef ég ætti að setja eina vínflösku í skóinn ykkar þennan veturinn þá væri það klárlega Trapiche Gran Medalla Malbec.
Ekki láta þetta vín framhjá ykkur fara.
Leave a Reply