Náttúruvín vikunnar á Skál!

Eitt af einkennum Skál! er að þau bjóða eingöngu upp á náttúruvín og er Skál! Fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi til að stiga það skref. Skál! flytur inn vín í samstarfi við Solfinn Danielssen víngúrú í Kaupmannahöfn

En hvað er eiginlega náttúruvín? Náttúruvín hefur enga eina eiginlega lýsingu en eru vín sem unnin eru úr berjum sem ræktuð eru í sátt við náttúruna og unnin af vandgæfni vínbóndans. 

Bændur sem framleiða náttúruvín eru oft nefndir vínfylgjendur(e.wine follower) í staðinn fyrir víngerðamenn/konur(e.winemaker) þar sem þeir hafa ekki fyrirfram ákveðna hugmynd um hvernig lokaútkoman á að vera.

Þar sem jarðvegur og veðurfar getur breyst ár frá ári þá getur bragð vínberja breyst töluvert og því getur sama vínið í sitthvorum árgangi verið nánast gjörólíkt.

Vínviðurinn nýtur vafans þegar kemur að skordýraeitri og öðrum eiturefnum og því teljast víninn þeim mun heilnæmari en það sem kalla mætti venjuleg vín.

Framleiðsluaðferðirnar má rekja til árdaga víngerðar þar sem gerjun gerist náttúrulega, vínin eru í mörgum tilfellum ósíuð og glúkósa ekki bætt við til að auka vínanda.

Þetta leiðir oftast að því að þessir bændur framleiða takmarkað upplag af hverri flösku.

Það þýðir að stundum fær Skál! fáar flöskur af einhverju víni og því gott að fylgjast með þegar þau fá nýjar sendingar á SKÁL!

Þessi listi er alls ekki tæmandi en gefur góða hugmynd um hverskonar afurð náttúruvín er.

Náttúruvín vikunnar er:

On Est Pas Bien La? – Le petit domaine
-Chenin/Clairette-

Hvítt snýr aftur í vín vikunnar og er vín fra Aurélien Petit aftur fyrir valinu. Frábært vín með bragðtóna af hvítum og gulum blómum, sítrusávextir og smá selta.

Aðeins 1000 flöskur eru framleiddar á ári og því er um að gera að slást í hópinn með þeim fáu heppnu. ????

Nafnið er einskonar slangur á frönsku sem mætti beinþýða á íslensku eitthvað í áttina til: “Eru ekki allir sáttir?” eða “Er’ekk’allir sexý?” ef Helgi Björns fengi að ráða.

Héðan í frá munum við í samstarfi við Skál! greina frá náttúruvíni vikunnar og vonandi aðstoða ykkur í að komast inní þennan bráðskemmtilega heim náttúruvína. Og það ekki seinna vænna!

Njótið ;*

HMB

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.