Þessi eftirréttur er fyrir okkur, forföllnu Oreo aðdáendurna. Ekki nóg með það er hann einnig tilvalinn fyrir þá sem vilja henda í eitthvað gúrm á stuttum tíma. Eftirréttinn má gera með góðum fyrirvara og verður bara betri ef eitthvað er sólahring síðar.
Ofureinföld og girnileg súkkulaðimús
Oreo súkkulaðimús
Fyrir 6
300 g Oreo kex
3 dl rjómi
1 tsk vanillusykur
Súkkulaðimús
150 g dökkt súkkulaði
3 dl rjómi
3 msk flórsykur
3 eggjarauður
- Myljið Oreo kex í matvinnsluvél og takið smá frá til skrauts. Setjið í botninn á glösum/krukkum.
- Þeytið allan rjómann 6 dl (3+3 dl) með vanillusykri. Skiptið jafnt í 2 skálar og kælið.
- Gerið súkkulaðimúsina og bræðið súkkulaðið í örbylgjuofni eða yfir vatnsbaði.
- Hrærið flórsykri saman við súkkulaði og hrærið stöðugt í á meðan.
- Þeytið eggjarauðurnar í hrærivél eina í einu þar til þær eru orðnar að þykku kremi.
- Hrærið þá kreminu varlega saman við súkkulaðið.
- Deilið súkkulaðimúsinni á glösin.
- Setjið rjóma yfir og Oreo mulning yfir allt.
Leave a Reply