Djúsí salsakjúklingur með nachos og ostasósu

Home / Fljótlegt / Djúsí salsakjúklingur með nachos og ostasósu

Þessum rétt var ég næstum búin að gleyma og mjög mörg ár síðan hann var gerður síðast. En í gær þegar mig langaði í eitthvað gott og smá djúsí kom þessi uppskrift upp í hugann. Dásamlega einföld og ótrúlega góð.

 

 

Salsakjúklingur með nachos og ostasósu
Fyrir 4-6
Styrkt færsla
900 g kjúklingabringur eða læri, t.d. frá Rose Poultry
1 poki nachos
1-2 krukka salsasósa
1 krukka ostasósa
rifinn mozzarellaostur

Meðlæti
sýrður rjómi, t.d. 18% frá Mjólka
soðin hrísgrjón
salat

  1. Steikið bringurna í gegn við vægan hita.
  2. Myljið nachos og setjið í eldfast form.
  3. Skerið kjúklinginn í litla munnbita og setjið ofan á nachosið.
  4. Hellið salsasósunni yfir og síðan ostasósunni yfir það.
  5. Setjið rifinn ost yfir og hitið í ofni við 200° þar til osturinn er bráðnaður og gylltur á lit.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.