Trylltu tortillurnar sem tók sjö ár að gera…

Home / Trylltu tortillurnar sem tók sjö ár að gera…

Ekki misskilja mig þetta er bæði einföld og fljótleg uppskrift, en engu að síður tók það mig sjö ár að gera hana. Uppskriftina hafði ég fengið frá góðvinkonu minni sem hafði fengið hana hjá vinkonu sinni, sem sjálf hafði örugglega fengið hana frá vinkonu sinni. En fyrir sjö árum barst semsagt þessi uppskrift mér. Hún hljómaði dásamlega og ég vissi að hana myndi ég pottþétt gera.

Án alls gríns að þá mundi ég svo eftir henni nýlega, alls sjö árum síðar og tókst eftir töluverða leit að finna hana aftur. Þegar uppskriftin hafði verið endurheimt þá var ég ekki lengi að skella í þessar dásamlegu tortillur með fetaostamulningi og parmaskinku. Biðin (..já eða ekki biðin) var svo þess virði enda mátti heyra stunur viðstaddra þegar tekinn var fyrsti bitinn.

Þessum sjö árum síðar deili ég því þessari uppskrift með ykkur með glöðu geði, enda eru hún dásamlega bragðgóð og tilvalin sem smáréttur í veislu eða partýið. Réttur sem fær viðstadda til að stynja…ég lofa!

IMG_2864

 

IMG_3049

IMG_2909

IMG_2985

IMG_2989

 

IMG_2876

IMG_2904

 

Tortillur með parmaskinku og fetaostamulningi
8 tortillakökur, t.d. frá Casa fiesta
200 g mozarellaostur, rifinn
175 g fetaostur
1 tsk chiliduft
smá ólífuolía
jalapeno, smátt skorin, t.d. frá Casa fiesta
2-3 msk kóríander, ferskt
paprikukrydd

  1. Gerið ostamulninginn með því að blanda saman fetaosti, mozzarella, chilídufti ásamt smá olíu í matvinnsluvél.
  2. Skiptið ostablöndunni niður á 4 tortillakökur. Látið jalapeno, parmaskinku og kóríander yfir ostinn. Leggið tortillakökurnar sem eftir eru ofan á tortillurnar með ostinum og pressið þeim lítillega saman. Penslið með olíu og stráið paprikukryddi yfir.
  3. Setjið tortillurnar á bökunarplötu og leggið álpappír yfir. Bakið í ca 5-10 mín við 220°c hita. Takið þá álpappírinn af og bakið í um 5 mínútur til að fá lit á tortillurnar. Annar möguleiki er að steikja tortillurnar á pönnu við meðalhita.
  4. Tekið úr ofni, leyfið að kólna lítillega og skerið svo og njótið.

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.