Letipasta

Home / Fljótlegt / Letipasta

Ég er alveg ótrúlega spennt að kynna uppskriftina að þessum dásamlega pastarétti fyrir ykkur. Ástæðan fyrir því er aðallega sú að hér gengur allt upp. Rétturinn getur ekki verið einfaldari þar sem öllu er blandað saman í einn pott og soðið í 10 mínútur, hann er gífurlega fljótlegur í undirbúningi (10 mínútur) og er einn af betri pastaréttum sem ég hef bragðað á. Þennan verðið þið að prufa!

2013-07-02 22.11.51

Öllum hráefnum skellt í pottinn

2013-07-02 22.34.54

10 mínútum síðar er þetta ilmandi tómata og basil spaghetti tilbúið

2013-07-02 22.35.58 2013-07-02 22.36.17

Letipasta
350 g spaghetti
1 dós niðurskornir tómatar + vökvi með
1 laukur, skorinn í þunnar sneiðar
4 hvítlauksrif, skorin í þunnar sneiðar
1/2 tsk chilíduft (t.d. chili explosion eða chiliflögur)
2 tsk þurrkað oregano
1 basilbúnt, saxað
4 1/2 bolli vatn + 2 teningar grænmetiskraftur
2 msk extra virgin ólífuolía
salt og pipar
parmesan

Aðferð

  1. Látið pastað, tómatana, laukinn, hvítlaukinn, grænmetisteningana og basil í pott. Hellið vatninu yfir. Stráið chilí og oregano yfir allt og látið að lokum olíu.
  2. Setjið lok á pottinn og hitið að suðu. Lækkið hitann og látið malla í um 10 mínútur. Hrærið í pottinum á 2 mínútuna fresti. Eldið þar til næstum allur vökvinn er uppleystur.
  3. Saltið og piprið eftir smekk og stráið parmesan yfir. Berið fram og njótið!!!

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.