Pasta alla vodka

Home / Fljótlegt / Pasta alla vodka

Þið þurfið ekki að leita lengi til að finna uppskrift að pastarétti sem inniheldur hráefnið vodka. Matgæðingar keppast um að lofa pastasósuna og hún hefur birst í ófáum matreiðslubókum. Það er ekki að undra því uppskriftin er dásamleg og ótrúlegt hvað góð pastasósa getur gert mikið fyrir einfalt spaghetti. Á stuttum tíma er komin þessi dásamlega máltíð. Þið getið verið óhrædd látið vodka í réttinn enda sýður áfengið úr og eftir situr frábært bragð (líka fyrir þá sem ekki drekka vodka). Ég mæli með því að þið tvöfaldið sósuna..það er bara betra!

2013-08-12 18.42.44

Pasta alla vodka
fyrir 3 til 4
250 g spaghetti (eða pasta að eigin vali)
1 msk ólífuolía
1 laukur, saxaður
1 tsk chilí pipar
1-2 hvítlauksrif, pressað
2 grænmetisteningar
120 ml vodka
1/2 tsk salt
1 dós niðurskornir tómatar (safinn með)
60 ml bolli rjómi
3 msk ferskt basil, saxað

Aðferð

  1. Sjóðið pastað skv. leiðbeiningum.
  2. Hitið olíu á pönnu við meðalhita, bætið lauknum útí og léttsteikið laukinn í um fjórar mínútur. Bætið chilí, hvítlauk og grænmetisteningum saman við og hrærið í um eina mínútu. Bætið vodkanu varlega út í, lækkið hitann og látið malla í um 3 mínútur eða þar til vökvinn hefur minnkað um helming. Hrærið því næst tómötunum og 1/3 tsk af salti út í. Látið malla á lágum hita í um 15 mínútur.
  3. Látið sósuna í matvinnsluvél og maukið varlega (ef þið eigið ekki matvinnsluvél að þá sleppið þið þessu stigi). Færið sósuna aftur yfir á pönnuna.
  4. Bætið rjómanum síðan saman við og hitið lítillega.
  5. Bætið pastanu út á pönnuna ásamt basil og saltið ef þörf er á því. Berið fram með parmesan.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.