Snúðahringur með vanilluglassúr

Home / Brauð & samlokur / Snúðahringur með vanilluglassúr

Ég hef oft bakað snúða áður en aldrei hef ég bragðað á jafn dásamlegum snúðum og þá sem þessi uppskrift hefur uppá að bjóða. Þeir eru svo ólýsanlega mjúkir og bragðgóðir og glassúrinn er engu líkur! Þetta er eitthvað sem þið verðið að prufa og getur engan veginn klikkað. Snúðarnir eru dásamlegir volgir, bornir fram með ísköldu mjólkurglasi.

2013-08-09 18.05.00 2013-08-09 18.09.01 2013-08-09 18.09.27                                                                                                    Dúkur Indiska

Snúðahringur með vanilluglassúr
310 g hveiti +  um 70 g til að hnoða úr
3 msk sykur
1 tsk salt
2 1/2 tsk þurrger
125 ml vatn
60 ml mjólk
2 1/2 msk smjör
1 egg

Fylling
3 msk smjör, mjúkt
1 1/2 msk kanill
50 g sykur

Glassúr
130 g flórsykur
1 tsk vanilludropar
2 msk rjómi/mjólk (eða kaffi fyrir dásamlegt kaffikrem)

Aðferð

  1. Blandið saman í stóra skál hveiti (310 g),sykri, salti og þurrgeri.
  2. Hitið vatn, mjólk og smjör saman þar til smjörið hefur bráðnað. Þegar blandan er fingurvolg, hellið henni þá saman við hveitið. Bætið egginu út í og hnoðið deiginu upp úr afgangs hveitinu (70g). Látið í olíusmurða skál og leyfið því að hefa sig í um 10 mínútur.
  3. Látið deigið á smjörpappír og rúllið því út (ca 20 x 35 cm). Dreifið smjörinu yfir deigið og blandið því næst kanil og sykri saman og stráið yfir smjörið. Rúllið deiginu þétt upp og skerið niður i 11 hluta. Raðið snúðunum á olíusmurt form (ég notaði bökuform). Leggið rakan klút yfir deigið og leyfið snúðunum að hefa sig í um 60 mínútur. Athugið að þeir tvöfaldast í stærð og þurfa ekki að liggja alveg upp að hvor öðrum.
  4. Hitið ofninn á 175°c og bakið snúðana í um 25-30 mínútur eða þar til snúðarnir eru orðnir gylltir. Takið þá úr ofninum og leyfið að standa aðeins.
  5. Hrærið saman hráefnin sem fara í glassúrinn og hellið yfir. Gott er að hafa skál á borðinu með smá aukaglassúr. Verði ykkur að góðu!

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.