Fimm stjörnu kjúklingaréttur

Home / Fljótlegt / Fimm stjörnu kjúklingaréttur

Þessi kínverski kjúklingaréttur er hollur, fallegur og ferskur og frábær á kvöldum þegar okkur langar í eitthvað dásamlegt. Þrátt fyrr að hráefnalistinn sé í lengra lagi í þetta sinn er hann bæði fljótlegur og einfaldur í gerð. Auðvelt er að breyta uppskriftinni og tilvalið að nota það sem til er í ísskápnum.

2013-08-08 17.00.08

2013-08-08 16.50.28

Borðbúnaður Indiskaa

Kínverskur kjúklingaréttur með brokkolí
ca. 500 g kjúklingabringur, skornar í tenginga
4 vorlaukar, skornir þunnt
3 hvítlauksrif, pressuð
3 cm engiferbútur, rifinn
1 msk soyasósa
2 msk sykur
1 msk + 1 tsk sterkja (t.d. hveiti)
salt og pipar
1 msk sherry (eða eplasafi)
1 msk sesamolía
1/3 bolli vatn
3 msk olía
1 stór brokkólí haus, skorinn niður
1 tsk chillíflögur (má sleppa)

Aðferð

  1. Blandið saman í skál kjúklingi, vorlauk, soyasósu, sykri, 1 tsk sterkju, 1 tsk salt, helming af engifer og hvítlauknum, sherry og sesamolíu. Látið marinerast við stofuhita í um 15 mínútur (jafnvel lengur ef tími er fyrir það).
  2. Hitið á meðan pönnu við háan hita og steikið brokkolí í um 1 msk af olíu í um 1 mínútu. Bætið afganginum af hvítlauknum og engiferi út í ásamt 2 msk af vatni. Saltið og piprið. Steikið örlítið lengur, en samt þannig að brokkolíið sé enn stökkt. Takið af pönnu og geymið.
  3. Látið 2 msk af olíu á heita pönnuna og steikið kjúklinginn og kryddið með chillíflögum. Steikið í um 3 mínútur og bætið því næst brokkolíinu saman við. Blandið saman 1/3 bolla af vatni saman við 1 msk sterkju og hellið út í. Saltið og piprið.
  4. Setjið í skál, stráið salthnetum yfir og berið fram með hrísgrjónum.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.