Fimm stjörnu kjúklingaréttur

Home / Fljótlegt / Fimm stjörnu kjúklingaréttur

Þessi kínverski kjúklingaréttur er hollur, fallegur og ferskur og frábær á kvöldum þegar okkur langar í eitthvað dásamlegt. Þrátt fyrr að hráefnalistinn sé í lengra lagi í þetta sinn er hann bæði fljótlegur og einfaldur í gerð. Auðvelt er að breyta uppskriftinni og tilvalið að nota það sem til er í ísskápnum.

2013-08-08 17.00.08

2013-08-08 16.50.28

Borðbúnaður Indiskaa

Kínverskur kjúklingaréttur með brokkolí
ca. 500 g kjúklingabringur, skornar í tenginga
4 vorlaukar, skornir þunnt
3 hvítlauksrif, pressuð
3 cm engiferbútur, rifinn
1 msk soyasósa
2 msk sykur
1 msk + 1 tsk sterkja (t.d. hveiti)
salt og pipar
1 msk sherry (eða eplasafi)
1 msk sesamolía
1/3 bolli vatn
3 msk olía
1 stór brokkólí haus, skorinn niður
1 tsk chillíflögur (má sleppa)

Aðferð

  1. Blandið saman í skál kjúklingi, vorlauk, soyasósu, sykri, 1 tsk sterkju, 1 tsk salt, helming af engifer og hvítlauknum, sherry og sesamolíu. Látið marinerast við stofuhita í um 15 mínútur (jafnvel lengur ef tími er fyrir það).
  2. Hitið á meðan pönnu við háan hita og steikið brokkolí í um 1 msk af olíu í um 1 mínútu. Bætið afganginum af hvítlauknum og engiferi út í ásamt 2 msk af vatni. Saltið og piprið. Steikið örlítið lengur, en samt þannig að brokkolíið sé enn stökkt. Takið af pönnu og geymið.
  3. Látið 2 msk af olíu á heita pönnuna og steikið kjúklinginn og kryddið með chillíflögum. Steikið í um 3 mínútur og bætið því næst brokkolíinu saman við. Blandið saman 1/3 bolla af vatni saman við 1 msk sterkju og hellið út í. Saltið og piprið.
  4. Setjið í skál, stráið salthnetum yfir og berið fram með hrísgrjónum.

Leave your comment to Cancel Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.