Næstum því Snickers

Home / saumaklúbbsréttir / Næstum því Snickers

Þessir nammibitar eru af hollari gerðinni og komast ansi nálægt því að vera eins og Snickers á bragðið. Þeir eru einfaldir í gerð með hollu nougat-, karmellu- og salthnetufyllingu og þetta er að lokum toppað með þunnu lagi af dökku súkkulaði. Hreint út sagt dásamlegir!

2013-09-01 17.33.41-2

Nammi namm!


Næstum því Snickers
ca. 16 bitar
Nougat
185 g hnetusmjör
240 g hunang
1 tsk vanilludropar
1/2 bolli próteinduft með súkkulaðibragði
1/8 tsk salt

130-150 g salthnetur, ristaðar og ósaltaðar

Döðlukarmella
32 döðlur, steinlausar
6 msk möndlumjólk
2 msk hnetusmjör
1/4 tsk salt

Súkkulaði
150 g súkkulaði (56% eða meira)

  1. Látið smjörpappír í 20×20 cm form.
  2. Hitið pott við meðalhita og blandið í hann hnetusmjöri, hunangi, vanilludropum og salti. Hrærið í þar til blandan er orðin heit, slökkvið þá á hitanum og bætið próteinduftinu saman við. Hellið blöndunni í formið og geymið.
  3. Blandið saman í matvinnsluvél döðlum, hnetusmjöri, möndlumjólk og salti. Blandið vel saman eða þar til allir kekkir eru farnir úr blöndunni og hún farin að líkjast karmellu. Skafið reglulega meðfram hliðunum á skálinni og hrærið áfram. Athugið að ég tvöfaldaði karmelluuppskriftina þar sem það er nær ómögulegt að blanda hana einfalda saman í venjulegri matvinnsluvél. Þið þurfið því ekki að nota hana alla, en megið það engu að síður.Ég notaði rúmlega helminginn af blöndunni. 
  4. Þrýstið nú salthnetunum ofan í nougatblönduna. Hellið síðan karmellunni yfir og dreifið úr henni með skeið. Það er ágætt að bleyta skeiðina örlítið af og til, þá er auðveldara að dreyfa úr karmellunni.
  5. Bræðið að lokum súkkulaðið og hellið því yfir allt.
  6. Látið í frysti og geymið í nokkra klukkutíma. Skerið í bita og njótið.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.