Sælgætis múslíbitar

Home / Bröns / Sælgætis múslíbitar

Þessir múslíbitar hafa vinninginn þegar múslíbitar eru annars vegar. Þeir innihalda hafra, fræ, hnetur, rúsínur og hlynsíróp sem nær að vera fullkomnun ein og sér en við bætum um betur og dreipum smá hvítu súkkulaði yfir bitana að auki. Þessir múslíbitar eru svo ólýsanlega góðir að hér þarf að tvöfalda uppskriftina ef þeir eiga að duga til morguns og eru löngu komnir á uppáhaldslistann minn langa.

IMG_2507-2

IMG_2537

Múslíbitar með hvítu súkkulaði
270 g tröllahafrar
2 msk kókosolía, fljótandi
2 msk púðusykur
2 msk hlynsýróp
4 msk hunang
1 tsk vanilludropar
1 tsk kanill
¼ tsk múskat
1 ½ bolli blanda að eigin vali (fræ, hnetur, rúsínur, ber)
100 g hvítt súkkulaði

  1. Setjið hafrana á smjörpappír á bökurnarplötu og hitið í 170°c heitum ofni í um 15 mínútur. Hrærið reglulega í blöndunni svo hún brenni ekki. Setjið smjörpappír í um 23 cm ferhyrnt form.
  2. Setjið olíu á pönnu og bætið sykri, hlynsýrópi, hunangi, vanillu, kanil og múskati saman við. Hrærið vel í blöndunni þar til sykurinn er uppleystur. Takið þá af hellunni.
  3. Setjið hafrana í skál og hellið heitu blöndunni yfir hafrana. Bætið því næstum hinum hráefnunum saman við. Hellið í formið og þrýstið þétt á blönduna. Geymið bitana í kæli eða frysti í amk. klukkustund. Takið síðan úr frysti og skerið í bita.
  4. Bræðið súkkulaðið og dreyfið því yfir bitana með lítill skeið. Leyfið súkkulaðinu að harðna og njótið síðan vel.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.