Nostalgísk blómkálssúpa með eplum og beikonbitum

Home / Fljótlegt / Nostalgísk blómkálssúpa með eplum og beikonbitum

Blómkálssúpa vekur einhverja hluta vegna um smá nostalgíu hjá mér og á þessum árstíma finnst mér það hreinlega þurfa að hafa blómkálssúpu í matinn og þá helst með nýbökuðu brauði hafi maður tíma fyrir það.

Þrátt fyrir að klassíska blómkálssúpan standi ávallt fyrir sínu að þá er nú alltaf skemmtilegt að prufa nýjar uppskriftir og hér blómkálssúpa með smá twisti. Þessi inniheldur nefninlega epli og beikonkurl er dásamlega bragðgóð, sló í gegn á mínu heimili og vonandi á þínu einnig.

IMG_5172-2

IMG_5185

 

Blómkálssúpa með eplum og beikonkurli
1 stór laukur, saxaður
2 hvítlauksrif, söxuð smátt
1 tsk timían
1 tsk steinselja
7 dl vatn
2 grænmetisteningar
½ tsk múskat
300 g blómkál
1 epli, afhýtt og skorið í teninga
1 msk sæt chilísósa, t.d. Sweet chilí sauce frá Blue Dragon
pipar
1 dós sýrður rjómi 38%
1 pakki beikon, eldað þar til stökkt
rjómi (má sleppa)

  1. Steikið lauk og hvítlauk í 1 msk af olíu þar til það er orðið gyllt á lyt. Hellið því næst vatni, grænmetisteningum, kryddi og múskati saman við.
  2. Skerið blómkálið í litla bita og látið út í súpuna ásamt eplabitum og sweet chilí sósu. Piprið ríflega og bætið kryddum að eigin smekk.
  3. Eldið í um 25 mínútur eða þar til blómkálið er orðið mjúkt. Maukið súpuna í matvinnsluvél,
  4. Kælið líttilega og bætið síðan sýrðum rjóma saman við. Hitið súpuna og berið fram með beikonkurli og rjóma.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.