Sælusalat með rósmarínkrydduðum sætkartöflum og balsamikdressingu

Home / Fljótlegt / Sælusalat með rósmarínkrydduðum sætkartöflum og balsamikdressingu

Fyrir okkur sem elllllskum sætar kartöflur að þá er hér er á ferðinni stórkostlegt salat sem hentar frábærlega sem meðlæti með góðum kjúklinga- eða kalkúnarétti en einnig dásamlegt eitt og þá er t.d. hægt að bæta grilluðum kjúklingi saman við.

Hér er einfaldleikinn í fyrirrúmi sem og svo oft áður og á örskömmum tíma og án mikillar fyrirhafnar eru þið komin með staðgóða, nærandi og ótrúlega bragðgóða máltíð. Þessi réttur er einn af mínum uppáhalds þessa dagana og ég gæti hreinlega borðað hann í öll mál. Vonandi líkar ykkur þetta vel.

IMG_5239

 

IMG_5252

Salat með sætum kartöflum og balsamikdressingu
500 g sætar kartöflur
1 tsk rósmarín
2 hvítlauksrif, pressuð
¼ dl ólífuolía
salt og pipar
1 rauðlaukur, skorinn í þunnar sneiðar
150 g fetaostur, án olíu
1 poki salatblöð, blandað eða spínat
2 msk furuhnetur, eða aðrar hnetur eins og pekan eða kasjúhnetur

Dressing
1 msk ólífuolía
1 msk balsamik edik
1 tsk dijonsinnep, gróf eða fínkorna
salt og pipar

  1. Skrælið kartfölurnar og skerið í teninga. Veltið þeim upp úr rósmarín og hvítlauk, kryddið með salti og pipar og setjið í ofnfast mót. Bakið í 200°c heitum ofni í um 30 mínútur.
  2. Setjið salat í skál ásamt rauðlauk, fetaosti og sætu kartöflunum.
  3. Gerið dressinguna með því að blanda saman öllum hráefnunum vel saman og hella yfir salatið. Stráið hnetum yfir, borðið og njótið vel.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.