Hindberja tiramisu

Home / Eftirréttir & ís / Hindberja tiramisu

Hugmyndir að einföldum eftirréttum sem slá í gegn eru ávallt kærkomnar og því ekki úr vegi að birta þessa uppskrift af hindberja tíramísu. Þessi eftirréttur hefur það allt, hann er einfaldur, fallegur, ferskur og hátíðlegur eftirréttur sem sómar sér vel á veisluborðið og vekur mikla lukku hjá þeim sem hann bragða.

IMG_5352

Hindberja tíamísú
6 eggjarauður
175 g flórsykur
300 ml rjómi
500 g macapone
1 msk vanilludropar
150 ml marsalavín eða sætvín
24 lady fingers
350 g hindber

  1. Setjið skál ofan í pott með sjóðandi vatni og setjið eggjarauðurnar og flórsykurinn í skálina og hrærið stöðugt þar til blandan er létt og ljós og hefur tvöfaldast í stærð. Takið þá af hitanum og hrærið í eina mínútu eða þar til blandan hefur kólnað.
  2. Setjið rjóma, mascapone og vanillu í hrærivélaskál og hrærið þar til blandan er orðin þykk og rjómakennd. Blandið þá eggjablöndunni varlega saman við með sleif.
  3. Dýfið hálfum kexkökunum í vínið og raðið á botninn á fatinu. Hellið helminginum af blöndunni yfir og toppið með næstum öllum hindberjunum. Endurtakið og endið á því að strá söxuðum hindberjum yfir allt. Hyljið með plastfilmu og geymið í kæli í að  minnsta kosti 2 klukkutíma.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.