Spínatídýfa með grilluðum mozzarella og beikonkurli

Home / Fljótlegt / Spínatídýfa með grilluðum mozzarella og beikonkurli

Með sumrinu kemur sólin og sumarpartýin, þá er nú aldeilis gaman að eiga uppskrift af góðri ídýfu sem hægt er að bera fram með baquette eða nachos. Þessi spínatídýfa með mozzarellaosti og beikonkurli er lauflétt í gerð en ómótstæðilega góð.

dýfa

Rjómaostur, spínat, grillaður mozzarella og beikonkurl…ummm

 

Spínatídýfa með grilluðum mozzarella og beikonkurli
8-10 beikonsneiðar, stökkeldaðar og saxaðar smátt
1 pk (200g) Philadelphia rjómaostur, við stofuhita
1 dós sýrður rjómi
25 g rifinn parmesanostur
2 msk majones
1 msk Worcestershire sósa
60 g lífrænt spínat, t.d. frá Hollt og Gott
200 g rifinn mozzarellaostur
salt og pipar
2 msk fersk steinselja, söxuð

  1. Blandið saman rjómaosti, sýrðum rjóma, parmesan, majonesi og worcestershire sósu.
  2. Bætið beikoni (geymið smá til að strá yfir í lokin), spínati, 150 g af mozzarellaosti og smakkið til með salti og pipar.
  3. Setjið ídýfuna í olíusmurt ofnfast mót og stráið afganginum af ostinum yfir.
  4. Setjið ídýfuna inn í 200°c heitan ofn í um 20-25 mínútur þar til osturinn er orðinn gylltur og farinn að búbbla.
  5. Takið úr ofninum og stráið beikonkurli og steinselju yfir og berið fram með t.d. baquettte eða nachos.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.