Pepperoni pasta í piparostasósu

Home / Fljótlegt / Pepperoni pasta í piparostasósu

Helgin nálgast og því ekki að gera sér glaðan dag og fá sér dásaemdar pastarétt með pepperoni og piparostasósu. Rétturinn er ofureinfaldur í gerð og elskaður af öllum sem hann bragða. Í þennan rétt notaði ég nýja uppáhalds pastað mitt sem er ferskt og kemur frá RANA. Ég notaði í þetta sinn hvítt og grænt tagliatelle sem aðeins þurfti 2 mínútna suðutíma. Það góða við þennan rétt er að það er í raun hægt að nota það grænmeti sem ykkur hugnast hverju sinni og eigið í ískápnum. Ekki er þessi réttur verri með góðu rauðvíni…engan veginn.

img_5796

Dásamlegur pastaréttur tilbúinn á innan við 15 mínútum

Pepperoni pasta í piparostasósu
250 g tagliatelle, t.d. Paglia E Fieno frá RANA
3 msk smjör
1-3 hvítlauksrif, smátt söxuð
1 rauð paprika, smátt skorin
100 g pepperoni
1 stk piparostur, skorin í litla bita
1 – 1/2 dl matreiðslurjómi (eða mjólk)

  1. Sjóðið pasta skv leiðbeiningum á pakkningu.
  2. Setjið smjörið á pönnu og léttsteikið hvítlaukinn og paprikuna.
  3. Skerið piparostinn í litla bita og bætið saman við ásamt matreiðslurjóma. Látið malla (en ekki sjóða) þar til osturinn hefur bráðnað.
  4. Hellið sósunni yfir pastað og blandið vel saman.  Berið fram með góðu salati og hvítlauksbrauði.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.