Nú er liðið á seinni hluta sumars sem þýðir þó ekki að sumarið sé búið og um að gera að halda áfram að njóta alls þess sem okkar dásamlega land hefur upp á að bjóða. Framundan er skemmtilegur tími berjatínslunnar sem gefur okkur íslendingum aftur kost á því að eignast fersk bláber í sæmilegu magni...
Recipe Category: <span>Bakstur</span>
Rosaleg sælgætiskaka með karmellu Rice Krispies
Þessi ljúffenga sælgætiskaka var í eftirrétt í einu matarboði sem ég hélt á dögunum, gerð á degi þar sem sykurlöngunin var í einhverju sögulegu hámarki. Það dylst engum að kakan er bomba, en góð er hún…meira að segja hættulega góð. Sælgætiskaka með karmellu Rice Krispies Botn 100 g suðusúkkulaði 80 g smjör 3 msk...
Heimsins besta kaka – norskur klassíker
Þessi kaka er að margra mati sú allra besta. Hún lætur kannski ekki mikið fyrir sér fara en látið ekki blekkjast hún bragðast ómótstæðilega. Kakan á rætur sínar að rekja til Noregs þar sem hún hefur verið bökuð í fjöldamörg ár og við hin ýmsu tilefni eins og brúðkaup, skírnaveislur, afmæli og já í raun...
Karmellukornflexnammi með lakkrísbitum
Dásamlega gott nammi sem ég vara ykkur við að gera nema þið hafið einhvern hjá ykkur til borða það með ykkur….trúið mér, ég tala af reynslu. Þetta er svona einu sinni byrjað, getið ekki hætt. Stökkt, en um leið svo mjúkt, með ljúfri karmellu og dásamlegum lakkrís. Þessa verðið þið að prufa!!!!! Karmellukornflexnammi með...
Kanilsnúðar á 30 mínútum
Jæja krakkar mínir, nú ætlum við aðeins að lyfta okkur upp. Ekki veitir af í þessu veðri sem dynur á okkur og virðist engan endi ætla að taka. Best að misnota aðstöðu mína og auglýsa hér með eftir sumrinu! En nóg um það, enn frekari ástæða til að baka og á dögunum gerðum ég og...
Fléttubrauð
Þetta brauð kemst klárlega inn á topp 5 listann yfir bestu brauðin. Dásamlega mjúkt og bragðgott fléttubrauð sem er ofureinfalt í gerð og vekur svo sannarlega lukku viðstaddra. Svo skemmir ekki fyrir hvað það verður fagurt! Fléttubrauð 5 tsk þurrger 5 dl ylvolgt vatn, ekki meir en 37 gráður á celsíus 2 tsk salt 1...
Kakan sem mátti borða í morgunmat
Það er löngu orðið tímabært að birta uppskrift af köku sem bæði nærir og gleður en þá á svo sannarlega við um þessa hráfæðiköku. Hún er stútfull af góðri næringu og inniheldur meðal annars kasjúhnetur, döðlur, ber, kókosvatn og svona mætti lengi telja. Kaka sem má jafnvel borða í morgunmat með góðri lyst og svíkur...
Frosin ostakaka með Dumle karmellukremi og makkarónubotni
Þessi kaka sameinar hvort tveggja ostaköku og ís og því óhætt að segja að hún hafi allt sem til þarf til að slá í gegn, enda gerði hún það. Karmellukremið er ekkert svo að skemma fyrir, eða makkarónubotninn..ónei. Svo er líka svo þægilegt að hana má gera fram í tímann og taka svo úr frysti...
Heimsins bestu kanilsnúðar
Um daginn bakaði ég þessa kanilsnúða í fyrsta sinn og sagði frá því á instagram síðu GulurRauðurGrænn& salt að mér hefði verið lofað því að þetta væri uppskriftin af heimsins bestu kanilsnúðum. Ég sagði að ef þeir stæðust væntingar myndu þeir að sjálfsögðu rata inn á síðuna og viti menn…taddarraraaaa, hér eru þeir mættir: Heimsins bestu kanilsnúðar. Heimsins...
Snickerssæla
Ég er gjörsamlega forfallinn aðdáandi þessarar snilldar Snickerssælu sem er ofureinföld í gerð og svo ótrúlega góð að ég á erfitt með að finna réttu orðin til að lýsa því. Hvet ykkur því bara til að baka, smakka og njóta sjálf…og muna að láta vita hvernig ykkur líkaði. Snickerssæla Botn 6 eggjahvítur 450 g sykur...
Hráfæðikaka með möndlubotni, súkkulaðikremi og hindberjum
Hér er á ferðinni dásamlegur hráfæði eftirréttur sem vekur lukku og kátínu þess sem hann bragða enda er hann ekki einungis ótrúlega bragðgóður heldur líka svo fallegur og ekki skemmir það fyrir. Hann tekur stuttan tíma í gerð, en þið gætuð kannski staldrað við kókossmjörið. Ekki veit ég hvort það fáist í heilsubúðum á Íslandi...
Hollar súkkulaðibitakökur
Súkkulaðibitasmákökur sem ná að sameina það að vera bæði hollar og bragðgóðar og þær tekur enga stund að gera en smákökurnar innihalda meðal annars möndumjöl, kókosolíu og dökkt súkkulaði. Við mælum með að þið prufið þessa dásemd og gefið endilega ykkar álit. Hollar súkkulaðibitakökur 150 g möndluhveiti, t.d. Almond flour frá NOW ¼ tsk sjávarsalt...
Trylltar Flødeboller að hætti dana
Það er langt síðan ég hef verið jafn spennt að deila með ykkur uppskrift og ég er einmitt nú. Hver kannast ekki við danskar flødeboller, þessar sem maður þorir ekki að kaupa nema til að deila með öðrum því annars er maður búinn með kassann áður en maður veit af. Ég hef aldrei prufað að...
Fljótlegir múslíbitar með hnetusmjöri og ristuðum möndlum
Múslíbitar sem eru tilbúnir á stuttri stundu, en þeir eru frábærir sem hollt millimál og innihalda meðal annars hnetusmjör, ristaðar möndlur og í raun því sem hugur ykkar girnist hverju sinni. Þessir klikka ekki! Múslíbitar með hnetusmjöri og ristuðum möndlum 170 g döðlur, steinlausar 85 g hunang 65 g hnetusmjör 1 bolli ristaðar möndlur, gróflega...
Kanilsnúðamánar
Þessa dásemd gerði ég þegar rigningin og rokið var upp á sitt besta og ég þurfti sárlega á smá “comfort-food” að halda. Þá skellti ég í þessa og viti menn það svínvirkaði og fljótlega stytti upp. Þessir snúðar eru skemmtilegir, öðruvísi, dásamlegir og bragðgóðir. Það er svo algjört smekksatriði hversu mikið af kanilsykri þið stráið...
Mozzarellafylltar brauðbollur með hvítlauks- og steinseljusmjöri
Brauðbollur með hvítlauks og steinseljusmjöri fylltar með mozzarellaosti sem lekur úr bollunum við fyrsta munnbita….þarf að segja eitthvað meira. Gerið þessar!!!! Mozzarellafylltar brauðbollur með hvítlauks- og steinseljusmjöri 450 g hveiti 1 tsk sykur 240 ml fingurvolgt vatn 2 ½ tsk þurrger 1 tsk sjávarsalt 4 msk ólífuolía 2 pokar litlar mozzarellakúlur (24 stk) Hvítlauks...
Zucchini súkkulaðikaka
Hér er á ferðinni sérstaklega mjúk og dásamleg súkkulaðikaka í hollari kantinum sem ætti að vekja mikla lukku. Zucchini súkkulaðikaka 120 ml kókosolía 175 g dökkir súkkulaðidropar 128 g hveiti 3 msk kakó ½ tsk lyftiduft ½ tsk sjávarsalt 1 egg 1 bolli zucchini, rifið og þerrað 110 g pálmasykur eða púðursykur 1 tsk vanilludropar...
Hátíðar karamelluís Ebbu Guðnýjar
Hún Ebba Guðný er landsmönnum vel þekkt enda hefur hún í mörg ár glatt okkur með hollum og girnilegum uppskriftum, heillað okkur með skemmtilegri og notalegri framkomu í sjónvarpi með matreiðsluþættina Eldað með Ebbu ásamt því að hafa gefið út nokkrar matreiðslubækur. Hún Ebba gerði þennan girnilega hátíðar karmelluís á dögunum og fannst ekkert sjálfsagðara...