Ég get ekki látið það vera að setja þessa dásamlegu köku inn á síðuna. Hér er þó ekkert nýtt á ferðinni, heldur hin dásamlega og ofureinfalda franska súkkulaðikaka sem svo margir kannast við. Hana hef ég eldað í mörg ár og mun eflaust gera í mörg ár í viðbót, enda hefur þessi aldrei klikkað og...
Recipe Category: <span>Bakstur</span>
Boudin brownies
Ég biðlaði til ykkar á facebook síðu GulurRauðurGrænn&salt þar sem ég óskaði eftir því að fá að vita hvaða uppskrift ykkur langaði að sjá á síðunni. Ég fékk þar skemmtilegar tillögur sem ég er ætla svo sannarlega að nýta mér á komandi vikum. Ein tillagan var að fá inn fleiri kökuuppskriftir….helst ekki hollar. Að sjálfsögðu bregst ég...
Kókoskúlur í hollum búningi
Kókoskúlur gleðja unga sem aldna og það er fátt betra með kaffinu en kúla eða tvær. Þessar kókoskúlur eru mitt uppáhald!!! Þær eru mun hollari en þær sem við eigum að venjast og það besta er að krakkarnir elska þær líka. Einfaldari verður bakstur ekki og gott að eiga þessar frábæru kókoskúlur í ísskápnum þegar...
Magnað mangó sorbet
Þetta er ísinn sem þið viljið vera að borða og bjóða upp á í sumar. Milt mangóbragð og fersk berjasósa gera þennan krapís gjörsamlega ómótstæðilegan. Hann er ofureinfaldur í gerð en gott að vinna sér hann í haginn áður en hans er notið, þar sem að hann þarf sinn frystitíma. Skellið í þennan og njótið!...
Góðar og grófar brauðbollur
Þessar brauðbollur eru stútfullar af fræjum og dásamlega mjúkar. Frábærar með ísköldu mjólkurglasi á dögum sem þessum. Uppskriftin er stór eða fyrir um 40 bollur sem gott er að geyma í frysti ef einhver er afgangurinn. Grófar brauðbollur 1,5 kg hveiti 10 msk hveitiklíð 3 dl fræ að eigin vali (t.d. fimmkornablanda) 1 dl sykur...
Hráfæðikaka með súkkulaði ganache
Ég hef nú komið með þó nokkrar dásamlega góðar hráfæðikökur sem þið ættuð svo sannarlega að prufa ef þið hafið ekki enn látið verða að því. Í uppáhaldi eru holla og himneska súkkulaðikakan og litríka hráfæðikakan með hindberjamús. Nú höldum við áfram og hér kemur kaka sem gefur hinum ekkert, hráfæðikaka með dásamlegu súkkulaðiganache. Eins og...
Súkkulaðikaka með vanillujógúrt
Rigning = leti = súkkulaðikaka! Ég veit ekki hvað það er en á rigningardögum er nennan oft töluvert minni en á öðrum dögum. Auðvitað ætti maður að rífa sig upp, henda sér í regngallann og gera eitthvað af viti..en nei ég nenni því ekki. Reyndar er löngu hætt að rigna þegar ég skrifa þetta, en...
Ósigrandi ostakaka
Það er alltaf jafn gaman að fá góða ostaköku og alveg nauðsynlegt að koma með uppskrift að einni skotheldri. Þessi lungnamjúka rifsberjafyllta ostakaka sameinar allt sem ég elska þegar kemur að bakstri. Hún er fáránlega einföld og fljótleg í gerð en útkoman þessi stórkostlega kaka sem bráðnar í munni. Hindberjununum má að sjálfsögðu skipta út...
Frönsk súkkulaðikaka með karmellukeim
Þessi uppskrift birtist í áramótablaði Gestgjafans og vakti mikla lukku í einni veislu sem ég hélt um daginn. Franska súkkulaðiköku hef ég oft gert áður og fáar kökur sem eru jafn einfaldar og bragðgóðar. Þessi er eins og þessar frönsku nema að í þessari uppskrift er kókoshrásykur sem gefur henni dásamlegan karmellukeim. Það ætti enginn...
Einföld eplakaka með súkkulaðirúsínum
Það er kominn tími til að dusta rykið af þessari uppskrift. Þetta er uppskrift að eplaköku sem er ekki bara ein af þeim betri sem ég hef bragðað heldur einnig sú langeinfaldasta. Fullkomin eftirréttur eftir góða máltíð, í kaffitímanum eða saumaklúbbnum. Þessi eplakaka er pottþétt með ís eða rjóma og hefur aldrei klikkað á minni...
Vatnsdeigsbollur með hindberjarjóma
Bolludagurinn er í miklu uppáhaldi hjá mér og mínum. Það er hinsvegar einfalt að klúðra þessum bakstri og því kem ég hér með uppskrift sem ætti ekki að klikka og er virkilega góð. Vatnsdeigbollur með hindberjarjóma 12 stk 80 g. smjörlíki 2 dl. vatn 100 gr. hveiti hnífsoddur salt 2-3 egg (ég nota yfirleitt 2)...
Dökkar súkkulaðiskífur með þurrkuðum ávöxtum, hnetum og fræjum
Þessi dásemdar uppskrift kemur úr bókinni happ happ húrra en höfundar hennar eru stofnandi veitingastaðarins Happ, Unnur Guðrún Pálsdóttir (Lukka) og Erna Sverrisdóttir. Í þessari bók eru margar vinsælustu uppskriftir Happ, uppskriftir að hollum, ljúffengum og næringarríkum mat sem allir geta útbúið. Ég keypti mér hana á nýju ári og trúi ekki að ég hafi...
Syndsamlega súkkulaði & banana brauðið
Það segir sig sjálft, það eru litlar líkur á að þetta geti klikkað. Við elskum súkkulaði og við elskum bananabrauð og það að manni hafi ekki dottið þetta fyrr í hug er ótrúlegt. Saman er þetta syndsamlega gott! Snilldin við bananabrauð er að því eldri og ljótari sem bananarnir eru því betri eru þeir fyrir...
Smákökur með haframjöli, kókos og súkkulaðibitum
Nú er aðventan runnin upp. Dásemdar tími sem á að snúast um að hafa það notalegt og njóta. Bakstur með börnunum er fyrir mér órjúfanlegur hluti þess að gera aðventuna notalega. Þessar gerðum við um daginn og er ásamt þessum unaðslega góðu smákökum með betri sem ég hef bragðað. Ég vona að þið njótið desembermánaðar...
Dásamlegar & danskar eplaskífur
Eplaskífur hafa fylgt mér frá barnæsku enda er mamma hálf-dönsk og fyrir okkur var það að fá eplaskífur svipað og að fá pönnukökur. Strákarnir mínir sögðu að þessi uppskrift yrði að fara inn á síðuna enda elska þeir að fá eplaskífur og finnst skemmtilegt að koma með vini sína í heimsókn og kynna fyrir þeim...
Heimagert og hollt kókosnammi
Dökkt súkkulaði, kókos og enginn hvítur sykur!!! Ef þú elskar súkkulaði og kókos þá er þetta uppskriftin fyrir þig. Þessi kemur úr uppskriftarflokki hráfæðisins og er hreint delissíjús. Það er sífellt að aukast hjá mér baksturinn úr þessum flokki og ótrúlega margar spennandi uppskriftir sem þaðan koma. Kosturinn við eftirréttina og kökurnar úr hráfæðiflokknum fyrir...
Pavlova í sparifötunum
Nigella á heiðurinn að þessari fallegu og sparilegu súkkulaðipavlovu. Nigella er ein af mínum uppáhalds sjónvarpskokkum enda á hún margar frábærar uppskriftir og er bæði heillandi og skemmtilega óhefðbundin. Sumir gætu kannski verið komnir með leið á því þegar hún “vaknar” um miðja nótt og laumast í smá snarl og ég viðurkenni að það er...
Ómótstæðileg peacan pie
Peacan pie finnst mér passa svo vel við á þessum árstíma. Brakandi stökk peacanpie með ís í kaffinu eða sem eftirréttur eftir góða máltíð er algjör snilld. Þessa uppskrift fann ég á allrecipes.com og er hún frábrugðin upprunarlegu bökunni að því leiti að þessi inniheldur ekki sýróp og er alveg dásamleg á bragðið. Ég vona...