Litrík & ljúffeng orkustykki Þessi orkustykki eru dásamleg. Ef þú hefur ekki prufað að gera svona heimatilbúin orkustykki hvet ég þig eindregið til að vinda þér í það. Þau eru einföld og fljótleg í gerð og það besta er að þau þurfa ekki að fara inní ofn. Hráefni 1 bolli möndlur (1 bolli ca 230...
Recipe Category: <span>Snarl</span>
Tostadas með kjúklingi
Tostadas er mexikóskur réttur með djúpsteiktri tortillu, kjúklingi, baunum og grænmeti. Þetta er fallegur réttur sem skemmtilegt er að borða sem forrétt (þá með minni tortillu)eða aðalrétt. Að mínu mati er hann enn betri þegar tortillan er einfaldlega pensluð með olíu og ristuð í ofni í stað þess að vera djúpsteikt. Þegar tostadas er borðað er fínt að láta hnífapörin lönd...
Reyktur silungur með rauðlauk, capers & steinselju
Fljótlegur & frábær smáréttur Þessi réttur er einn af mínum uppáhalds. Hann er ótrúlega einfaldur í framkvæmd, en alveg dásamlegur á bragðið. Hann hentar vel sem forréttur eða á hlaðborð, jafnvel með smá rjómaosti eða sýrðum rjóma. Hér skiptir mestu að vera með góðan fisk. Reyktur silungur finnst mér passa best við hérna, en vel...
Víetnamskar sumarrúllur með hoisin sósu
Víetnamskar sumarrúllur með hoisin sósu Sumarrúllur er víetnamskur réttur sem hentar sérstaklega vel sem forréttur. Hann sameinar allt sem ég er svo hrifin af og er léttur, ferskur, litríkur, fallegur og bragðgóður. Til að gera þennan rétt þarf að fara aðeins út fyrir þægindarammann í innkaupum, þar sem þið getið ekki búist við því að fá...
Bruschetta með tómötum
Bruschetta er frábær forréttur en einnig kjörið miðdegissnarl, einfalt í framkvæmd og dásamlegt á bragðið. Hráefni 1 baguette-brauð extra virgin ólífuolía 6 plómutómatar, fræhreinsaðir og skornir í teninga 3-4 hvítlauksrif 1/2 rauðlaukur, smátt skorinn 10-12 fersk basilíka söxuð salt og pipar balsamiksýróp Aðferð Skerið brauðið í sneiðar og hellið ólífuolíu yfir það. Ristið á pönnu....