Þessir heimagerðu sælgætisbitar eru algjört æði. Þeir minna helst á hraunbita þar sem saltaðar möndlur og Daimkurl setja punktinn yfir i-ið. Ókosturinn við þessa annars dásamlegu bita er að þrátt fyrir að vera fljótlegir í gerð þá klárast þeir oftast enn hraðar. Því er gott að tvöfalda uppskriftina bara strax. Varist að vera ein heima...
Recipe Tag: <span>bakstur</span>
Jógúrtkaka með berjafyllingu
Nú er tilvalið að skella sér í berjaleiðangur og nota uppskeruna í þessa dásamlega mjúku jógúrtköku sem þið munið elska. Fyrir þá sem ekki hafa tök á því þá skellið þið ykkur einfaldlega út í búð og græjið berin fersk eða frosin – valið er ykkar. Njótið vel. Dásamleg jógúrtkaka með berjablöndu Jógúrtkaka með...
Heimsins besta gulrótarkaka með rjómaostaglassúr
Það er fátt betra en nýbökuð gulrótakaka. Þessi uppskrift er í miklu uppáhaldi enda lungnamjúk og með rjómaostaglassúr sem setur punktinn yfir i-ið á þessari annars frábæru köku. Heimsins besta gulrótarkaka 3 dl olía 3 dl hrásykur (eða púðusykur) 4 egg 6 dl hveiti 2 tsk matarsódi 1 msk kanill 1/2 tsk salt 50...
Klassísk frönsk súkkulaðikaka
Ég get ekki látið það vera að setja þessa dásamlegu köku inn á síðuna. Hér er þó ekkert nýtt á ferðinni, heldur hin dásamlega og ofureinfalda franska súkkulaðikaka sem svo margir kannast við. Hana hef ég eldað í mörg ár og mun eflaust gera í mörg ár í viðbót, enda hefur þessi aldrei klikkað og...
Brjálæðislega gott bananabrauð
Bara ef þið gætuð fundið ilminn hjá mér núna, jafnvel komið í smakk… Þessi bananabrauð falla algerlega undir “must do” flokkinn. Einföld, dásamleg, stökk að utan og mjúk að innan. Hér er allt eins og það á að vera. Verði ykkur að góðu og hlakka til að heyra hvernig ykkur líkar. Bjálæðislega bananabrauðið Skál 1...