Þessir orkubitar eru sannkölluð súperfæða sem bragðast dásamlega. Þeir innihalda m.a. AMINO MARINE COLLAGEN sem er framleitt úr íslensku fiskroði, aðallega úr þorski, sem syndir villtur um Atlantshafið. Kollagen er eitt aðal uppbyggingar prótein líkamans og er að finna í öllum liðum, liðamótum, vöðvum, sinum og beinum. Einnig er kollagen mjög stór partur af húð, hári og nöglum.