Eins og margir vita hefur GRGS verið starfrækt frá árinu 2012 og fengið alveg ótrúlegar viðtökur. Það er alltaf jafn gaman að útbúa góðan mat sem ég fæ notið rétt eins og þið lesendur – og ég nýt í botn. Eitt er það þó sem mér þykir mest krefjandi en það er að skrifa textann...

Eins og margir vita hefur GRGS verið starfrækt frá árinu 2012 og fengið alveg ótrúlegar viðtökur. Það er alltaf jafn gaman að útbúa góðan mat sem ég fæ notið rétt eins og þið lesendur – og ég nýt í botn.

Eitt er það þó sem mér þykir mest krefjandi en það er að skrifa textann við uppskriftirnar – því hversu margar útgáfur eru til af einfalt og fljótlegt. Því hljóma ég oft eins og gömul plata, tala nú ekki um þegar ég bæti svo bragðgott við.

En að því sögðu að þá er hér á ferðinni uppskrift að einföldum, fljótlegum og ….já þið gátuð rétt, virkilega bragðgóðum rétti.

Njótið!

 

Girnó!

 

Geggjaður kjúklingaréttur með sólþurrkuðum tómötum í hvítlauksrjómasósu
Styrkt færsla
fyrir 4-6
4-6 kjúklingabringur

Sósa
5 dl rjómi
3 dl 10% sýrður rjómi, t.d. frá Mjólka
1 msk soyasósa
10 stk sólþurrkaðir tómatar, hakkaðir
2 hvítlauksrif
salt og pipar

  1. Leggið kjúklingabringurnar í ofnfast mót.
  2. Blandið öllum hráefnum fyrir sósuna saman og hellið yfir kjúklinginn. Setjið í 175°c heitan ofn í 90 mínútur eða þar til kjúklingurinn er fulleldaður. Hellið sósunni yfir kjúklinginn nokkrum sinnum á eldunartímanum til að hann verði mjúkur og safaríkur.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.