Appelsínuþorskur með sterkri kirsuberjasósu og cous cous

Home / Appelsínuþorskur með sterkri kirsuberjasósu og cous cous

Þessi uppskrift birtist í sunnudagsblaði Morgunblaðsins í október og vakti mikla lukku. Uppskriftin er óvenjuleg og skemmtileg.  Ef þið eigið ekki kirsuberjasósu, er hægt að nota t.d.  skógarberjasultu og eflaust margt annað. Njótið!

Appelsínuþorskur
með sterkri kirsuberjasósu og cous cous
fyrir 4
250 gr. Cous cous
250 ml soðið vatn
Ólífuolía
1 laukur, smátt skorinn
4 hvítlauksrif, fínt söxuð
2 gulrætur, afhýddar og skornar í þunna strimla
4 vorlaukar og smá til skreytinga, smátt skornir
1 tsk kóríander
salt og pipar
2 appelsínur
8 msk kirsuberjasósa
1/2 tsk kanill
1/4 tsk cayenne pipar
800 gr. þorskur eða ýsa
paprikuduft

Aðferð

  1. Setjið cous cous í skál og hellið sjóðandi vatninu yfir, hrærið og setjið filmu yfir. Bíðið í 5 mínútur þar til cous cous-ið hefur dregið í sig allan vökvann og hrærið þá varlega í með gaffli.
  2. Látið olíu á pönnu og hitið við meðalhita. Setjið hálfan lauk og tvö hvítlauksrif á pönnuna og steikið í um tvær mínútur. Bætið gulrótum útí og hitið í aðrar tvær mínútur. Setjið vorlaukinn útí og hitið í eina mínútu til viðbótar. Blandið cous cous saman við og takið af hellunni. Kryddið með kóríander, salti og pipar.
  3. Fínrífið hýðið utan af einni appelsínu og látið í litla skál. Kreistið síðan safanum af þeirri appelsínu yfir hýðið. Skerið hina appelsínuna í þunnar sneiðar. Geymið.
  4. Látið olíu á pönnu og steikið við meðalhita afganginn af lauknum og hinum tveimur hvítlauksrifjunum sem eftir voru. Bætið útí rifna appelsínuberkinum, safanum og sósunni og hitið að suðu. Lækkið hitann og kryddið með kanil og cayenne. Eldið í tvær mínútur eða þar til sósan hefur þykknað.
  5. Hitið ofninn á 220°c. Látið smjörpappír í ofnskúffu og raðið fiskinum á. Kryddið með papriku og látið sneiðar af appelsínu yfir fiskinn.
    Eldið í 8-10 mínútu.
  6. Látið cous cous á disk ásamt fiskinum. Hellið sósu yfir fiskinn og skreytið með vorlauk og appelsínusneiðum.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.