Marengskaka með ávaxtarjóma og karmellusúkkulaðikremi

Home / Marengskaka með ávaxtarjóma og karmellusúkkulaðikremi

Það er fátt sem heillar jafn mikið á góðum degi þegar gera á vel við sig og marengsterta. Þessi er í miklu uppáhaldi hjá mér enda dásamlega bragðgóð. Botninn með púðursykri og Rice krispies með jarðaberjarjóma og kreizí góðu súkkulaðikarmellukremi. Kaka sem er bæði mjúk og stökk í senn og fær viðstadda til að stynja. Jafn góð og hún er falleg.

IMG_8910

IMG_8898 IMG_8904


Marengskaka með ávaxtarjóma og karmellusúkkulaðikremi
Botnar
4 eggjahvítur
2 dl sykur
1 dl púðursykur
50 g Rice Krispies

  1. Þeytið eggjahvíturnar þar til þær byrja að freyða. Bætið þá sykri og púðusykri smátt og smátt saman við. Haldið áfram að þeyta vel og lengi þar til eggjahvíturnar eru orðnar vel stífar.
  2. Teiknið tvo 22 cm botna á smjörpappír og látið marengsinn þangað. Bakið í 60 mínútur við 130°c.

Rjómafylling
5 dl rjómi
120 g bláber
250 g jarðaber, skorin í sneiðar

  1. Þeytið rjómann og bætið ávöxtunum varlega saman við með sleif. Þegar botnarnir eru orðnir kaldir setjið þá ávaxtarjómann á.

 

Karmellusúkkulaðikrem
200 g karmellufyllt súkkulaði (t.d. Rolo)
50 g suðusúkkulaði

  1. Bræðið súkkulaðið í vatnsbaði og þynnið með smá rjóma. Hellið síðan þessu súkkulaðikarmellukremi yfir kökuna. Skreytið með berjum.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.