Pasta með beikoni, döðlum og vínberjum

Home / Pasta með beikoni, döðlum og vínberjum

Enn eina ferðina nálgast helgin og það er kærkomið. Það þýðir að það er kominn tími á helgarréttinn sem að þessu sinni er jafnframt minn uppáhalds pastaréttur.  Beikon og döðlur í þessum rétti eiga vel saman sem endranær, hvort tveggja kröftugt og afgerandi, en vínberin gefa smá sætu og fínleika á móti. Hér er á ferðinni sannkallaður sælkeraréttur, fljótlegur og einfaldur í gerð. Með þessum rétti bar ég fram hvítvínið Tommasi Le Rosse Pinot Grigio frá árinu 2012. Létt og gott vín sem mér þótti smellpassa með þessum rétti.

pasta


Pasta með beikoni, döðlum og vínberjum
Uppskrift fyrir 4
Eldunartími 20 mínútur

400 g spagettí
1 ½ kjúklingateningur
2 dl vatn
100 g rjómaostur
2 dl matreiðslurjómi
pipar
2 msk steinselja, þurrkuð
2 tsk oreganó, þurrkað
150 g beikon, smátt skorið
120 g sveppir, saxaðir
4 hvítlauksrif, söxuð
100 g valhnetur, skornar í tvennt
300 g rauð vínber, skorin í tvennt
180 g döðlur, steinlausar, saxaðar

  1. Sjóðið pasta samkvæmt leiðbeiningum á pakkningu.
  2. Hitið vatnið í potti og setjið kjúklingateninga út í. Bætið rjómaosti og rjóma saman við og hitið að suðu. Kryddið með pipar steinselju og oregano. Takið til hliðar.
  3. Steikið beikonið á þurri pönnu. Bætið því næst við smá olíu og látið sveppi og hvítlauk saman við.
  4. Hellið rjómaostasósunni út á pönnunna ásamt valhnetunum og látið malla í um 5 mínútur.
  5. Bætið vínberjum og döðlum saman við sósuna og  sósunni síðan saman við pastað.
    Piprið ríflega, berið fram og njótið vel!

 

Með þessu bar ég fram hvítvínið Tommasi Le Rosse Pinot Grigio frá árinu 2012.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.