Fiskur í rjómalagaðri tómatakryddjurtasósu og grískt salat með blómkáls “couscous”

Home / Fiskur í rjómalagaðri tómatakryddjurtasósu og grískt salat með blómkáls “couscous”

Fljótlegir, þægilegir og ljúffengir réttir
Nýlega fékk ég tækifæri til að prufa Simply add Fish sósurnar en þær koma frá Svíþjóð og hafa vakið mikla lukku þar í landi. Ég vissi ekki hverju ég ætti von á þegar ég byrjaði að elda og verð eiginlega að segja að þær komu mér virkilega á óvart – þvílík delish. Því þrátt fyrir að undirbúningstíminn hafi verið innan við 2 mínútur að þá bragðaðist fiskurinn eins og hann gerist á bestu veitingastöðum.

IMG_5392

Simply Add Fish eru frábærar fiskisósur frá sænska fyrirtækinu ABBA. Þær koma í þremur bragðtegundum og eru án allra aukaefna; Creamy Herb, Touch of Tomato og Lovely Lemon. Þær smellpassa við öll tilefni, hvort sem að meiningin er að grípa í eitthvað fljótlegt eftir vinnu nú eða elda góðgæti fyrir matarboðið. Sósurnar fást í verslunum Bónus og Hagkaup.

Ég eldaði þennan rétt með því að skera laxaflak í 4 bita og lét í lítið ofnfast mót þannig að fiskurinn liggi vel í sósunni. Ég valdi rjómalagaða tómata- og kryddjurtasósuna hellti yfir fiskinn og setti hann síðan inn í ofn, flóknara var það ekki. Á meðan gerði ég grískt salat með blómkáls “couscous” sem smellpassaði með fisknum og var hrikalega gott. Máltíð sem ég get óhikað mælt með og hlakka mikið til að heyra hvað ykkur finnst.

IMG_5392

IMG_5408

IMG_5436 IMG_5458
Grískt salat með blómkálscouscous
1 blómkálshaus
½ – 1 búnt fersk steinselja
1 hvítlauksrif
1 agúrka, skorin í teninga
1 paprika, skorin í teninga
½ krukka sólþurrkaðir tómatar, skornir í sneiðar
1 lítill iceberg, saxað
½ krukka steinlausar svartar ólífur, skornar í tvennt
100 g furuhnetur
½ krukka fetaostur, mulinn
¼ rauðlaukur, skorinn í sneiðar

Grísk salatdressing
Safi úr 1 sítrónu
120 ml ólífuolía
½ tsk sjávarsalt
¼ tsk pipar
¼ tsk paprikuduft
¼ tsk cumin (ath ekki kúmen)

  1. Skerið blómkálið niður í bita og setjið í matvinnsluvél ásamt steinselju og hvítlauksrifi. Setjið vélina á „pulse“ og látið hana ganga í nokkur skipti eða þar til blómkálið hefur fengið ásýnd cous cous. Varist að vinna blómkálið of lengi því þá verður það að mauki.
  2. Bætið agúrku, papriku og sólþurrkuðum tómötum sama við blómkálið.
  3. Skerið kálið og setjið í botninn á stórri salatskál. Setjið blómkálsblönduna yfir og blandið aðeins saman.
  4. Gerið dressinguna með því að blanda öllum hráefnunum í hana saman og hella yfir salatið.
  5. Stráið ólífum, furuhnetum, fetaosti og rauðlauk yfir og berið fram.

 

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.