Glútenlausar muffins með hindberjum og súkkulaðibitum

Home / Glútenlausar muffins með hindberjum og súkkulaðibitum

Þessar ljúffengu muffins eru í miklu uppáhaldi hjá strákunum mínum sem eru með glúten og mjólkuróþol. Þær eru mjúkar og bragðgóðar og alls ekki þurrar eins og mér finnst glútenlaus bakstur oft verða. Það er ekkert mjöl eða sterkja í þeim og ekki mikill sykur þannig að þær eru líka í hollari kantinum. Hindber og súkkulaði eru með því betra sem ég fæ og þessi blanda í muffins er hreint út sagt ómótstæðileg.

Kveðja,
Anna Rut

 

10956803_377157365791706_1469776137_n

Glútenlausar muffins með hindberjum og súkkulaðibitum
2 bollar möndlumjöl (keypt eða heimagert)
2 egg
¼ bolli kókosolía við stofuhita, t.d. frá Himneskri hollustu
¼ bolli hunang eða hlynsýróp, t.d. frá himneskri hollustu
1 msk vanilludropar
1 tsk epla edik
½ tsk matarsódi
¼ tsk sjávarsalt
1 bolli fersk eða frosin hindber
100 g suðusúkkulaði skorið gróft í bita

 

  1. Hitið ofninn í 180°C.
  2. Blandið öllum hráefnunum saman nema hindberjunum og súkkulaðibitunum. Ef þið eigið öflugan blandara er mjög þægilegt að mala möndlurnar fyrst í honum og henda síðan bara restinni út í og blanda öllu saman.
  3. Skerið suðusúkkulaði gróft og náið mesta frostinu úr hindberjunum ef þið notið frosin.
  4. Hrærið súkkulaðinu og hindberjunum varlega saman við deigið með sleif.
  5. Skiptið deiginu í 12 muffinsform og fyllið hvert form ekki meira en 2/3.
  6. Bakið í 20-25 mínútur eða þar muffinskökurnar eru gullinbrúnar.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.