Meinhollt engiferskot jógakennarans

Home / Meinhollt engiferskot jógakennarans

Fyrir nokkrum mánuðum tók ég meðvitaða ákvörðun um að byrja að æfa jóga reglubundið enda hefur mér fundist það gera mér ótrúlega gott, bæði á líkama og sál. Ég hef mestu tekist að halda í það loforð sem ég gaf sjálfri mér, mætt vel og fundið kosti þess að stunda reglubundið jóga sem eru fyrir mér meðal annars almenn vellíðan, betri einbeiting, hugarró, innri friður, betri líkamsvitund og að sjálfsögðu aukinn liðleiki.  Jógað stunda ég hjá hinni yndislegu Gyðu Dís sem er með tíma í húsnæði Salarlaugarinnar í Kópavogi og er að þessu sinni gestabloggari hjá GulurRauðurGrænn&salt.

Gyða Dís hefur stundað jóga til fjölda ára. Hún útskrifaðist sem jógakennari með alþjóðleg jógakennararéttindi frá Jóga- og blómadropaskóla Kristbjargar í byrjun júní 2012.   Fyrir stundarskrá, girnilegar uppskriftir og fleiri upplýsingar er hægt er að fylgjast með Gyðu Dís inná www.gydadis.is eða shreeyoga.is

 

gydadis

Gyða Dís í fantaformi

Mér finnst fátt betra en að byrja daginn á góðum jógatíma og enda hann á dásamlegu engifersskoti “ala Gyða” sem kemur manni vel inn í daginn. Engiferskotið er einfalt að gera og hún Gyða var svo dásamleg að deila uppskriftinni með okkur sem birtist hér fyrir ykkur að njóta. Engifer er bólgueyðandi og nýjustu rannsóknir sýna að það sé einnig verkjastillandi hressandi og rífur vel í eldsnemma á morgnanna. Skál og njótið.

engiferskot

Dagurinn byrjar vel með engiferskoti

Engifer skot með appelsínum og blóðgrape
100 gr engifer, saxað
2-3 appelsínur, afhýddar
1-2 blóðgrape, afhýdd

  1. Setjið öll hráefnin í safapressu (Gyða mælir með Oscar safapressu) og setjið síðan á flösku. Engiferskotið geymist vel í ísskáp. Fyrir þá sem eiga ekki safapressu er allt sett í blandara ~ en þá verður að sía með síupoka í lokin og tappa síðan á flösku.

Kærleikur og ljós,
Gyða Dís

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.