Bragðmiklar kasjúhnetur sem slá í gegn

Home / Bragðmiklar kasjúhnetur sem slá í gegn

Hér er á ferðinni ansi skemmtileg uppskrift að bragðgóðum chilí kasjúhnetum sem slá í gegn hjá öllum sem þær bragða. Þetta hefur verið mitt snarl undanfarna daga enda hættulega bragðgóðar. Flottar sem millimál, kvöldsnarl nú eða með góðum fordrykk.

 

Bragðmiklar kasjúhnetur
Styrkt færsla
5 dl kasjúhnetur
3 msk hrásykur (eða púðursykur)
1 msk vatn
2 tsk soyasósa, t.d. frá Blue dragon
2 hvítlauksrif, smátt söxuð
1 msk fínrifið engifer
2 tsk chiliflögur
1 tsk fínrifinn límónubörkur

  1. Setjið sykur, vatn og soyasósu í pott og hitið að suðu þar til sykurinn er uppleystur.
  2. Bætið kryddum saman við og hrærið vel saman.
  3. Blandið hnetunum saman við og veltið þeim upp úr blöndunni. Smakkið og bætið örlitlu salti saman við ef ykkur þykir þörf á því.
  4. Setjið smjörpappír bökunarplötu hellið blöndunni þar á.
  5. Bakið í 200°c heitum ofni í um 15 mínútur eða þar til þær eru orðnar gylltar á lit.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.