Nú eru margir landsmenn að prufa sig áfram með grænmetisfæði eftir hátíðarnar og bara gott um það að segja. Ég var nú eitt sinn “grænmetisæta” í nokkur ár – set ég það innan gæsalappa þar sem að fæði mitt einkenndist af hvítum hrísgrjónum og grilluðum ostasamlokum eða það sem mér fannst vera það besta úr...

Nú eru margir landsmenn að prufa sig áfram með grænmetisfæði eftir hátíðarnar og bara gott um það að segja. Ég var nú eitt sinn “grænmetisæta” í nokkur ár – set ég það innan gæsalappa þar sem að fæði mitt einkenndist af hvítum hrísgrjónum og grilluðum ostasamlokum eða það sem mér fannst vera það besta úr grænmetisheimi þess tíma. Reyndar minnir mig að ég hafi nú nokkrum sinnum fengið mér epli – svei mér þá. Eftir nokkra ára bindindi kolféll ég þegar ég pantaði mér kjúklingavængi með gráðostasósu – við litla hrifningu líkamans…en mikið rosalega var það gott.

Nóg um það – hér er á ferðinni frábær pastaréttur með chilí, hvítlauk og valhnetupestói – namm. Uppskriftin er gerð á örfáum mínútum og er hreint út sagt dásamleg og ég mæli svo sannarlega með að þið prufið.

Pssss.
Ef ykkur langar í “spicy” kjúklingaleggi með geggjaðri gráðostasósu eftir frásögn mína hér að ofan þá er ein rosaleg uppskrift hér. En það er þá kannski bara í febrúar.

 

Spaghetti með geggjuðu valhnetupestói

 

Gott borið fram með parmesan, svörtum pipar og söxuðum valhnetum

 

Pasta með chilí, hvítlauk og valhnetupestói
Styrkt færsla
Fyrir 4
125 g valhnetur (eða pekanhnetur)
1-2 chilí
2 hvítlauksrif
40 g parmesan, rifinn
80 ml ólífuolía, t.d. extra virgin frá Filippo Berio
1 búnt steinselja, söxuð
sjávarsalt og pipar
350 g spaghettí

  1. Ristið valhnetur í 170°c heitum ofni í 8-10 mínútur. Kælið.
  2. Hellið í matvinnsluvél og vinnið hneturnar þar til þær eru smátt skornar en ekki orðnar að mjöli.
  3. Takið stilkana af chilíinu og setjið í matvinnsluvélina með valhnetunum og ýtið á “pulse” þar til chilíið er fínt saxað. Hellið blöndunni í skál og setjið chilí, hvítlauk, parmesan, olíu og steinselju saman við. Saltið og piprið.
  4. Setjið pasta í heitt vatn með smá olíu og salti þar pastað til “al dente”.
  5. Takið úr vatninu og geymið 200 ml af pastavatni. Setjið pasta aftur í pottinn ásamt valhnetupestói og um 100 ml pastavatni. Veltið saman og bætið við pastavatni eftir þörfum þar til pestóið hylur pastað. Berið fram með söxuðum valhnetum og steinselju.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.