Andasalat með tómötum, granateplum og unaðslegri dressingu

Home / Andasalat með tómötum, granateplum og unaðslegri dressingu

Andabringur eru einn af mínum uppáhalds réttum og í þessari uppskrift eru þær bornar fram volgar í salati með kirsuberjatómötum og granateplum. Ef þið eigið afganga af andabringum má að sjálfsögðu nota þá. Einnig í stað þess að grilla andabringurnar má steikja þær á pönnu og láta síðan inn í ofn ef það hentar betur. Uppskriftin er ofureinföld og virkilega hátíðleg. Með salatinu bar ég hvítvínið Stemmari Pinot Grigio sem kemur frá ítalíu og er ljúft og gott.

Litríkt og sérstaklega ljúffengt andasalat

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

                   Stemmari Pinot Grigio frá Ítalíu

 

Andasalat með kirsuberjatómötum og granateplum
2 stk Vallette andabringur
1-2 pokar Frise salat frá Hollt&Gott (eða veislusalat)
1 askja kirsuberjatómatar, skornir í tvennt
2-3 skarlottlaukur, skornir í þunnar sneiðar
12 pekanhnetur (eða valhnetur)
1 granatepli

Sinneps dressing
3 msk ólífuolía
2 msk hvítvínsedik
1 msk dijon sinnep
salt og pipar

  1. Saltið andabringurnar, leggið þær á grillið með fituhliðina niður og snöggbrúnið þær við háan hita í um 2 mínútur á hlið. Setjið þær síðan í álform eða eldfast mót sem þolir að fara á grillið. Setjið andabringurnar á efri hillu á grillinu, lokið því og steikið bringurnar í 10-12 mínútur. Takið af grillinu og leyfið að standa í nokkrar mínútur. Skerið þær því næst í litla munnbita.
  2. Gerið dressinguna með því að blanda öllum hráefnunum saman og hræra vel.
  3. Setjið salat, kirsuberjatómata og lauk saman í skál ásamt dressingunni og blandið vel saman.
  4. Setjið öndina, pekanhnetur og granatepli yfir salatið og berið fram.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.