Hátíðlegur límónufrómas

Home / Hátíðlegur límónufrómas

Hjá mörgum er ómissandi hlutur að bjóða upp á frómas í eftirrétt á jólunum eða öðrum tyllidögum. Hér er uppskrift af einum dásamlegum límónufrómas sem er sérstaklega einfalt er að gera. Þeyttur rjómi setur hér punktinn yfir i-ið.

 

Hátíðlegur límónufrómas
5 matarlímblöð
4 eggjarauður, gerilsneyddar
4 eggjahvítur, gerilsneyddar
120 g sykur
1 vanillustöng
3 litlar sítrónur
1 stór lime
2 1/2 dl rjómi

  1. Setjið kalt vatn í skál og leggið matarlímblöðin í vatnið.
  2. Þrífið sítrónurnar og límónuna vel og rífið bökin fínt með rifjárni varist að rífa ekki hvítuna með.
  3. Þeytið eggjarauðurnar ásamt helmingi af sykri (60g) og bætið kornunum innan úr vanillustönginni saman við. Þeytið þar til blandan er orðin létt og ljós. Bætið síðan rífnum sítrónu og límónuberkinum saman við og hrærið létt saman við.
  4. Setjið því næst eggjahvíturnar og hinn helminginn af sykrinum (60g) í hrærivél og hrærið mjög vel og lengi eða þar til eggjahvíturnar eru orðnar vel þéttar í sér (5-10mín). Passið að hrærivélaskálin sé alveg þurr og ekki farið hluti af eggjarauðum með.
  5. Þeytið rjómann í hrærivél en varist að þeyta hann of lengi. Hann á ekki að vera alveg stífþeyttur.
  6. Bætið rjómanum varlega saman við eggjarauðublönduna með sleif. Gerið síðan slíkt hið sama með þeyttu eggjahvíturnar.
  7. Hellið því næst frómasnum í stóra skál og geymið í ísskáp í amk 4 klst áður en hann er borinn fram. Berið fram með þeyttum rjóma.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.