Innihaldslýsing

900 g kjúklingabringur eða læri, t.d. frá Rose Poultry
börkur af 1/2 appelsínu, fínrifinn
safi af 1 appelsínu
3 stilkar ferskt rósmarín, saxað smátt
1 msk soyasósa, t.d. frá Blue dragon
1 msk kókospálmasykur (eða hrásykur/púðursykur)
2 hvítlauksrif, pressuð
1 msk ólífuolía, t.d. extra virgin frá Philippo Berio
1 appelsína, skorin í sneiðar
salt og pipar
Kjúklingur með appelsínu og rósmarín

Leiðbeiningar

1.Blandið appelsínusafa, fínrifnum berkinum, sojasósu, sykri, rósmarín, pressuðum hvítlauk og ólífuolíu saman í skál og blandið vel saman. Hellið í skál og setjið kjúklinginn saman við.
2.Marinerið í ísskáp eins lengi og tími vinnst til (frá 15 mín til 60 mín).
3.Setjið í ofnfast mót og inní 200°c heitan ofn í 35-45 mínútur eða þar til kjúklingurinn er fulleldaður. Vökvið kjúklinginn nokkrum sinnum með marineringunni á eldunartímanum.
4.Þegar 10 mínútur eru eftir leggið þá sneiðar af appelsínu yfir kjúklinginn og klárið eldunartímann. Takið úr ofni og stráið fersku rósmarín yfir allt.

Þessi einfaldi kjúklingaréttur er svo dásamlega bragðgóður. Hann færir bragðlaukunum minninguna um sumarið sem leið alltof fljótt og er virkilega einfaldur í gerð. Ég mæli með að bera hann fram með góðu salati og hrísgrjónum, jafnvel cous cous.

Styrkt færsla

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.