Avókadó franskar sem rokka

Home / Avókadó franskar sem rokka

Hvern hefði grunað að avacadofranskar væru svona mikið lostæti, jiiiidúddamía. Þessar eru klárlega mitt nýja uppáhalds. Það getur náttúrulega vel verið að ég sé ekki að segja ykkur nein tíðindi…en fyrir mér er þetta nýtt og algjör hittari. Einfaldar og fljótlegar, stökkar að utan og mjúkar að innan…ummmm. Það er svo hægt að gera allskonar sósur með þessari dásemd en ég kýs bara að dýfa þeim í gott majones. Dásemdin ein.

IMG_1796

Avacado franskar þvílíkur hittari!!!

 

Avókadó franskar
3 avacado, þroskuð en ekki of mjúk
70 g hveiti
salt og pipar
2 egg
140 g brauðmylsnur (breadcrumbs)
1 msk smjör, bráðið
1 tsk hvítlauksduft
½ tsk paprikukrydd
½ tsk salt
¼ tsk pipar

  1. Skerið avacado í sneiðar.
  2. Takið fram 3 skálar og látið í hveiti í þá fyrstu og saltið og piprið.
  3. Í næstu skál setjið þið eggin og léttþeytið þau.
  4. Að lokum setjið þið brauðmylsnurnar, bráðið smjör og blandið vel saman með fingrunum. Bætið síðan hvítlauksdufti, paprikukryddi, salti og pipar saman í síðustu skálina.
  5. Takið sneið af avacado og dýfið fyrst í hveitið, síðan egg og að lokum veltið þið sneiðunum upp úr brauðmylsnunum.  Endurtakið með hinar avacadosneiðarnar.
  6. Bakið í 20-25 mínútur við 225°c eða þar til brauðmylsnurnar eru orðnar gylltar. Berið fram með majonesi.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.