Það er að mínu mati ákveðin nostalgía fólgin í því að gæða sér á volgri eplaköku með rjóma. Uppskriftirnar eru margar og kosturinn við eplakökubakstur er að yfirleitt eru þær mjög einfaldar í gerð. Þessi uppskrift er orðin mitt nýja uppáhald. Svo mikil snilld að hálfa væri nóg. Mæli með því að þið gerið...

 

Það er að mínu mati ákveðin nostalgía fólgin í því að gæða sér á volgri eplaköku með rjóma. Uppskriftirnar eru margar og kosturinn við eplakökubakstur er að yfirleitt eru þær mjög einfaldar í gerð. Þessi uppskrift er orðin mitt nýja uppáhald. Svo mikil snilld að hálfa væri nóg. Mæli með því að þið gerið þessa í vikunni og njótið.

IMG_4206

 

 

Besta eplakakan
200 g smjör, mjúkt
250 g sykur
3 egg
150 g hveiti
1 tsk lyftiduft
2-3 epli
3 msk sykur
1 tsk kanill

  1. Hrærið smjör og sykur saman þar til létt og ljóst.
  2. Hrærið eggjum saman við einu í einu.
  3. Hrærið því næst hveiti og lyftidufti saman við. Setjið smjörpappír í 22cm hringform og hellið deiginu þar í.
  4. Afhýðið eplin og kjarnhreinsið og skerið í þunna báta. Stingið þeim í deigið. Það er allt í góðu þótt deigið hylji ekki yfir öll eplin.
  5. Blandið sykri og kanil saman ivð og stráið yfir eplin, magn eftir smekk. Bakið við 190°c í 30-40 mínútur. Stingið prjón í miðju kökunnar til að ganga í skugga um að hún sé tilbúin. Berið fram með þeyttum rjóma og/eða ís….og njótið!

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.