Þessa uppskrift fékk ég fyrir mörgum árum hjá kökumeistaranum sjálfum henni Kristínu Viktors en hún heldur úti Ævintýrakökur Stínu sem gerir ævintýralega fallegar kökur fyrir ýmis tilefni. Uppskriftin að þessum kökum gleymdist þar til nú – en betra er seint en aldrei. Þessar eru gjörsamlega ómótstæðilegar.
Bláberjamuffins með hnetumulningi og hvítu súkkulaði
Ca. 12 stk.
240 g hveiti
2 tsk lyftiduft
50 g sykur
50 g púðursykur
¼ tsk. salt
1 tsk. kanill
120 gr. smjör, brætt
1 egg
1 dl mjólk
2 dl bláber, frosin
2 dl hvítir súkkulaðidropar
Börkur af ½ sítrónu
Hnetumulningur
50 g pekanhnetur
30 g hveiti
80 g púðursykur
2 msk smjör kalt
½ tsk kanill
Börkur af ½ sítrónu
- Hitið ofninn í 180°C.
- Setjið pappírsmúffuform í holurnar á múffuformi.
- Setjið öll þurrefnin í eina skál.
- Setjið smjör, egg og mjólk í aðra skál og pískið létt saman.
- Hellið vökvanum út í þurrefnin ásamt bláberjunum, hvítu súkkulaðidropunum og sítrónuberki og hrærið saman með gaffli. Ekki hræra of mikið, ca. 20 handtök eru nóg. Ef deigið er hrært harkalega saman verða múffurnar seigar. Skiptið deiginu í formin.
- Myljið það sem fer ofan á saman í skál og skiptir á milli ofan á deigið.
- Bakið múffurnar í u.þ.b. 20 mín.Þessar kökur má frysta.
Leave a Reply