Brillíant bláberja & zucchini muffins

Home / Brillíant bláberja & zucchini muffins

Ég hef áður birt muffins uppskrift sem er með þeim betri sem ég hef bragðað og sú uppskrift ávann sér þann heiður að fá að heita í höfuðið á minni kæru vinkonu, Melkorku. MelkorkuMuffins eru hreint út sagt dásamlegar á bragðið, mjúkar og ferskar og alveg óhætt að mæla með þeim.

Forvitnin rak mig hinsvegar áfram þegar ég sá þessa uppskrift að muffins með ferskum bláberjum og zucchini og ég fór að sjálfsögðu beint í að gera þær. Niðurstaðan: Hver hefði trúað því að zucchini í muffins gæti í fyrsta lagi verið gott og í öðru lagi orðið til þess að gera muffinsið enn betra, mýkra og dásamlegra?? Þvílík snilld sem þessi uppskrift er og svakalega einföld.

Kurlið ofaná er sætt, stökkt og gott. Ég notaði í þetta sinn fersk og stór bláber sem ég borgaði fyrir með öðrum handleggnum, en ég fann alveg gæðamuninn á þeim og frosnum. Hinsvegar að þá gengur alveg að nota frosin bláber (svona ef ykkur skyldi þykja vænt um hendurnar ykkar).

2013-01-22 11.49.19-22013-01-22 10.49.46

2013-01-22 11.53.25

Brillíant bláberja og zucchini muffins
um 18 stk
3 egg
1 bolli iso olía (eða 1/2 bolli eplamauk á móti 1/2 bolla olíu)
3 tsk vanilludropar
1 bolli sykur
2 bollar zucchini, rifið niður
1 tsk fínrifinn sítrónubörkur
3 bollar hveiti
1 tsk salt
1 tsk lyftiduft
1/4 tsk matarsódi
1 tsk kanill
2 bollar fersk bláber (eða frosin)

Muffinskurl
1/3 bolli (65 g) hveiti
1/3 bolli (40 g) sykur
1/4 bolli (55 g) smjör
hnífsoddur salt

Aðferð

  1. Hitið ofninn í 180°c. Penslið muffinsformin með olíu.
  2. Hrærið saman í skál eggjum, olíu, vanilludropum, sykri, zucchini og sítrónuberki þar til þetta hefur blandast vel saman.  Látið þurrefnin út í og hrærið vel saman. Setjið bláberin út í og blandið varlega saman við með sleif. Hellið deiginu í formin.  Ég fyllti formin næstum því alveg og útkoman er þá flott og stór muffins.
  3. Blandið saman í skál hráefnunum fyrir muffinskurlið og dreifið því yfir hverja köku.
  4. Bakið í 25-30 mínútur eða þar til kökurnar eru orðnar gylltar og eldaðar í gegn. Ef þið notið siliconform er gott að láta þær kólna í formunum áður en þær eru teknar út, eða að láta smjörpappír í formin, þá nást þær auðveldlega úr.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.