Gyros í pítubrauði með kjúklingi og tzatziki

Home / Gyros í pítubrauði með kjúklingi og tzatziki

Gyro er grískur skyndibiti þar sem lamb eða kjúklingur sem grillaður hefur verið á teini er settur í pítubrauð eða flatbrauð ásamt tómötum, lauk og jógúrtsósu.

Þessi réttur var eldaður í kvöld á heimilinu við mikla ánægju viðstaddra og er þetta orðinn einn af mínum uppáhalds réttum. Það er alltaf svo gaman þegar að hollusta og frábært bragð fara saman.

Það að marinera kjúklinginn í jógúrt er aðferð sem gerir kjúklinginn sérstaklega mjúkan og safaríkan. Tzatziki sósan er jógúrtsósa með agúrkubitum og ef þið hafið ekki prufað að gera hana áður þá hvet ég ykkur eindregið til þess að drífa í því. Tzatziki er mikið notuð af Grikkjum þar sem þeir dýfa brauði í sósuna, nota hana út á salöt eða bera fram með grillmat.

2013-01-21 18.30.57

2013-01-21 18.30.46-2Þetta er ferskur og ljúffengur réttur sem mun koma sterkur inn í sumar

2013-01-21 16.45.33Tzatziki jógúrtsósan

Gyros með kjúklingi og tzatzikisósu

Tzatziki sósa
1 agúrka, fræhreinsuð og skorin í litla teninga
250 ml grísk jógúrt (abmjólk eða hrein jógúrt ganga líka)
2 hvítlauksrif, pressuð
1 tsk hvítvínsedik
1/2 tsk kóríanderduft
klípa af sjávarsalti
ferskur pipar
2 msk sítrónusafi
1 msk ólífuolía

Aðferð
Blandið öllu saman í skál og smakkið til. Geymið í kæli í amk. eina klukkustund eða í allt að sólahring.

Kjúklingur marinering
4 kjúklingabringur
4 hvítlauksrif, pressuð
2 msk sítrónusafi
2 tsk hvítvínsedik
2 msk ólífuolía
1 msk grísk jógúrt
1 msk þurrkað oregano
salt og pipar

Aðferð

  1. Öllu (nema kjúklingi) blandað saman í skál og smakkað til. Kjúklingurinn látinn út í blönduna og blandan nudduð vel inn í kjúklinginn. Sett í kæli í eina klukkustund.
  2. Kjúklingurinn er því næst tekinn úr marineringunni og eldaður í ofni eða grillaður.
  3. Þegar hann er fulleldaður að þá er hann látinn standa í um 5 mínútur og því næst skorinn í strimla.

Meðlæti og samsetning
6-8 pítubrauð
tómatar
kál
rauðlaukur

Aðferð

  1. Hitið pítubrauðin.
  2. Raðið kjúklingi, tómötum, káli og rauðlauk inní pítuna og hellið síðan tzatziki sósu yfir.

Ég átti kóríander sem ég setti efst á pítuna og gaf það skemmtilegt bragð. En algjör óþarfi að kaupa það ef þið eigið það ekki til.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.