Ciabatta með pestókjúklingi

Home / Ciabatta með pestókjúklingi

Góðar samlokur eru frábærar og svo margir aðrir möguleikar í boði en ostasamlokan sem mörg okkar gerum alltof oft. Góðar samlokur geta verið sniðugt í bröns, góður kvöldmatur, flottur veislumatur, nú eða sem saðsamt og gott nesti í ferðalagið. Hér þarf bara að gefa sér tíma að prufa eitthvað nýtt.
Ég hef áður komið með uppskrift að sætkartöflu panini sem ég ætla rétt að vona að þið séuð búin að prufa oft og mörgum sinnum, en sú uppskrift er hrein snilld! Nú er komið að ciabatta með pestókjúklingi. Þó svo að ég noti ciabatta í þetta sinn að þá er í raun hægt að nota hvaða brauð sem er, súrdeigsbrauð er hér pottþétt frábært, panini, baquette, pítubrauð, nú eða bara venjulegt samlokubrauð.  Mér finnst betra að nota sýrðan rjóma í þessari í stað þess að nota bara majones, en það er smekksatriði. Þið getið líka farið milliveginn og hrært 1-2 msk af majonesi út í sýrða rjómann. Prufið hana þessa!
2012-12-11 14.27.40-2
Ciabatta með pestókjúklingi
4-500 gr kjúklingalundir
1/2 bolli gott pestó
1/2 bolli sýrður rjómi (eða 1/2 bolli majones)
2 ciabattabrauð, skorið í tvennt
1 mozzarellakúla, skorin í sneiðar
kál (t.d. klettasalat eða spínat)
2 tómatar, skornir í sneiðar
1/2 rauðlaukur, skorinn í sneiðar
15 basillauf

Aðferð

  1. Blandið saman í plastpoka kjúklingalundunum og 1/4 bolla af pestó. Látið marinerast í amk. 15 mínútur.
  2. Hrærið saman í skál 1/4 bolla af pestói og sýrða rjómanum/majonesinu. Smyrjið blöndunni á báða ciabatta helmingana.
  3. Hitið pönnu á meðalháan hita, látið olíu á pönnunna og steikið kjúklingalundirnar.
  4. Raðið mozzarella á brauðið. Bætið salati, tómötum, rauðlauki og því næst basil. Endið á pestókjúklingnum og ostinum og lokið samlokunni.
  5. Grillið á pönnu í 3 mínútur á hvorri hlið eða í ofni þar til osturinn hefur bráðnað.
  6. Skerið í helming og etið.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.