Kjúklingabollur með tómatgljáa

Home / Kjúklingabollur með tómatgljáa

Ég er svo óóóóóótrúlega spennt að deila þessari uppskrift með ykkur að það hálfa væri nóg. Þessar kjúklingabollur eru hrikalega góðar og ég get ekki ímyndað mér þá mennskju sem ekki bilast af ánægju við að bragða þessar. NAMMI! Þær eru hollar, einfaldar og sjúklega góðar á bragðið.  Algjörlega nýja æðið mitt og elskaðar af öllum, ungum sem öldnum!

2012-12-12 13.10.06-2

Kjúklingabollur með tómatgljáa
Kjötbollurnar
1 egg
3 msk steinselja eða basil, smátt saxað
1 msk tómat púrra
1 hvítlauksrif, pressað
1/4 bolli mjólk
1/2 tsk salt
1/2 tsk pipar
500 gr kjúklingakjöt, maukað í matvinnsluvél
1/2 bolli parmesan, rifinn
1/4 bolli brauðmylsnur

Tómatgljái
1 msk tómatpúrra
1 msk ólífuolía
1/2 msk balsamik edik
1/2 tsk sykur

Aðferð

  1. Hitið ofninn á 175°C.
  2. Blandið saman í stórri skál, eggi, steinselju/basil, tómatpúrru, hvítlauk, salt og pipar. Hrærið saman þar til tómatpúrran er uppleyst.
  3. Bætið í skálina, kjúklingakjötinu, osti og brauðmylnslunni.  Blandið vel saman með höndunum. Blandan er blaut og á að vera þannig en er smá flókið að búa til fallegar bollur úr henni. Best finnst mér að nota 2 msk til að forma þær eða jafnvel ísskeið. Látið bollurnar á ofnplötu klædda smjörpappír.
  4. Gerið gljáann með því að blanda öllum hráefnunum saman í skál. Penslið yfir kjötbollurnar. Látið inní ofn og bakið í um 30 mínútur eða þar til bollurnar eru fulleldaðar.
    Berið fram t.d. með góðri kartöflumús. Næst mun ég líka gera tvöfalda uppskrift að gljáanum.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.