Innihaldslýsing

1 bolli hveiti*
1 bolli Rapadura hrásykur frá Rapunzel*
2 msk kakó*
1 tsk lyftiduft
1/2 tsk matarsódi
1/2 tsk salt
1/2 bolli Oatly tyrknesk jógúrt
1 egg*
1 tsk vanilludropar
1/3 bolli bragðlaus kókosolía brædd*
1/2 bolli rótsterkt uppáhellt kaffi, ég notaði Rapunzel*
*lífrænt
Þessi súkkulaðikaka er alveg ótrúlega einföld og tekur stuttan tíma að gera. Botninn er mjúkur með góðu súkkulaði og kaffibragði og kremið er algjör leikbreytir! Núggatmúsin er algjör dásemd og myndi líka koma vel út ein og sér í litlum skálum.   Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við Innnes ehf.      

Leiðbeiningar

1.Hitið ofninn í 175°C blástur.
2.Blandið þurrefnum saman í skál og hellið upp á rótsterkt kaffi.
3.Setjið oatly jógúrtina, olíuna, vanillu og egg saman við og hrærið í. Setjið kaffið út í og hrærið þar til deigið er samfellt.
4.Smyrjið 20cm kringlótt form og hellið deiginu út í. Bakið í 25 mín eða þar til prjónn sem stungið er í kökuna kemur hreinn út. Kælið botninn alveg á grind.
5.Útbúið núggatmúsina, smyrjið á botninn og kælið kökuna.

Þessi súkkulaðikaka er alveg ótrúlega einföld og tekur stuttan tíma að gera. Botninn er mjúkur með góðu súkkulaði og kaffibragði og kremið er algjör leikbreytir! Núggatmúsin er algjör dásemd og myndi líka koma vel út ein og sér í litlum skálum.

Rapunzel hrásykur Rapadura 500 gr.

 

Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við Innnes ehf.

 

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.