Uppskrift að dásemdar súkkulaðiköku með glassúr sem vekur lukku hjá öllum þeim sem hana bragða. Sumir segja að hér sé á ferðinni allra besta súkkulaðikakan. Hvort sem það er rétt eða ekki látum við liggja á milli hluta, en frábær er hún að minnsta kosti. Njótið vel.
NOMMS
Dásemdar súkkulaðikaka með glassúr
175 g smjör
3,7 dl vatn
30 g kakóduft
1 tsk vanillusykur
400 g sykur
450 g hveiti
2 tsk matarsódi
2 tsk lyftiduft
1,8 dl súrmjólk
2 stór egg (eða 3 lítil)
100 g súkkulaði, gróflega saxað
Glassúr
150 g flórsykur
25 g smjör, mjúkt
vatn
50 g súkkulaði, saxað
- Setjið vatn og smjör í pott og hitið þar til smjörið er bráðna.
- Setjið kakó saman við og hrærið þar til það hefur alveg blandast saman.
- Blandið hveiti, sykri, vanillu, lyftiduft og matarsóda saman í skál og hellið súkkulaðiblöndunni saman við og hrærið vel.
- Bætið súrmjólk saman við og hrærið vel saman við.
- Bætið eggjunum saman við, einum í einu og hrærið vel saman.
- Smyrjið form sem er ca. 25×40 cm og hellið deiginu í formið.
- Bakið kökuna í 150°c heitum ofni í 35-40 mínútur. Stingið prjóni í kökuna undir lok bökunartímans og kannið hvort það komi deig á prjóninn. Ef það gerist ekki þá er hún tilbúin. Takið úr ofni og kælið.
- Gerið glassúr með því að blanda flórsykri og smjöri vel saman. Hrærið vatni saman við, litlu í einu þar til hann hefur náð æskilegri þykkt.
- Þegar súkkulaðikakan hefur kólnað hellið þá glassúrnum yfir kökuna. Stráið að lokum söxuðu súkkulaðinu yfir.
Leave a Reply