Dásemdar súkkulaðikaka með glassúr

Home / Dásemdar súkkulaðikaka með glassúr

Uppskrift að dásemdar súkkulaðiköku með glassúr sem vekur lukku hjá öllum þeim sem hana bragða. Sumir segja að hér sé á ferðinni allra besta súkkulaðikakan. Hvort sem það er rétt eða ekki látum við liggja á milli hluta, en frábær er hún að minnsta kosti. Njótið vel.

NOMMS

 

Dásemdar súkkulaðikaka með glassúr

175 g smjör
3,7 dl vatn
30 g kakóduft
1 tsk vanillusykur
400 g sykur
450 g hveiti
2 tsk matarsódi
2 tsk lyftiduft
1,8 dl súrmjólk
2 stór egg (eða 3 lítil)
100 g súkkulaði, gróflega saxað

Glassúr
150 g flórsykur
25 g smjör, mjúkt
vatn
50 g súkkulaði, saxað

  1. Setjið vatn og smjör í pott og hitið þar til smjörið er bráðna.
  2. Setjið kakó saman við og hrærið þar til það hefur alveg blandast saman.
  3. Blandið hveiti, sykri, vanillu, lyftiduft og matarsóda saman í skál og hellið súkkulaðiblöndunni saman við og hrærið vel.
  4. Bætið súrmjólk saman við og hrærið vel saman við.
  5. Bætið eggjunum saman við, einum í einu og hrærið vel saman.
  6. Smyrjið form sem er ca. 25×40 cm og hellið deiginu í formið.
  7. Bakið kökuna í 150°c heitum ofni í 35-40 mínútur.  Stingið prjóni í kökuna undir lok bökunartímans og kannið hvort það komi deig á prjóninn. Ef það gerist ekki þá er hún tilbúin.  Takið úr ofni og kælið.
  8. Gerið glassúr með því að blanda flórsykri og smjöri vel saman. Hrærið vatni saman við, litlu í einu þar til hann hefur náð æskilegri þykkt.
  9. Þegar súkkulaðikakan hefur kólnað hellið þá glassúrnum yfir kökuna. Stráið að lokum söxuðu súkkulaðinu yfir.

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.