Tagliatelle með kjúklingi, beikoni og aspas í löðrandi rjómaostasósu

Home / Tagliatelle með kjúklingi, beikoni og aspas í löðrandi rjómaostasósu

Sumarið er smátt og smátt að detta inn og mikið sem það er dásamlegt. Góður matur er að mínu mati stór hluti af góðu sumri og svo gaman að hóa góðu fólki saman og gæða sér á góðum mat.

Þessi pastaréttur er frábær sumarréttur. Hann er mjög einfaldur í gerð og inniheldur meðal annars kjúkling, beikon og ferskan aspas og smellpassar á pallinn með góðu hvítvíni.  Hvítvínið frá Vicars Choice Sauvignon Blanc er í miklu uppáhaldi hjá mér og smellpassar að mínu mati með þessum góða rétti.

 

Fallegur og virkilega bragðgóður pastaréttur

Tagliatelle með kjúklingi, beikoni og aspas í löðrandi rjómaostasósu


Styrkt færsla
Fyrir 4
500 g kjúklingalundir, t.d. frá Rose Poultry
ólífuolía, t.d. Filippo Berio Extra Virgin Olive Oil
oregano
timían
sjávarsalt og svartur pipar
1 búnt aspas
150 g beikon
2-3 hvítlauksrif, smátt skorin
100 g rjómaostur t.d. frá Philadelphia
35 g parmesan, rifinn
200 ml matreiðslurjómi
240 ml mjólk
1/2 búnt basilíka, fersk

  1. Skerið kjúklinginn í munnbita.  Setjið olíu á pönnu og steikið kjúklinginn.
    Kryddið með oregano, timían, salti og pipar. Takið kjúklinginn af pönnunni og geymið
  2. Skerið aspasinn í bita og steikið upp úr smjöri þar til hann er farinn að brúnast lítillegar. Takið af pönnunni og geymið.
  3. Skerið beikonið í bita og steikið. Takið af pönnunni og geymið.
  4. Setjið smjör í pott og steikið hvítlaukinn lítillega. Bætið síðan rjómaosti, salti, pipar saman við. Hellið mjólkinni varlega saman við og hrærið vel í sósunni á meðan. Bætið því næst rjómanum saman við og að lokum parmesan. Látið malla í 2-3 mínútur og bætið því næst kjúklingi, beikoni og aspas saman við. Hitið í nokkrar mínútur.
  5. Bætið við mjólk ef sósan er of þykk.
  6. Bætið saxaðri basilíku saman við undir lokin.
  7. Berið fram með tagliatelle, hvítlauksbrauði og vel kældu hvítvíni….og munið að nnnnnnjóta!

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.