Detox salat

Home / Detox salat

Þetta salat kemur öllum sem það bragða skemmtilega á óvart. Það minnir helst á salatið sem maður gerði í matreiðslu í grunnskóla í gamla daga, en bragðið er hinsvegar fjarri því. Stútfullt af næringarefnum og dásamlegt á bragðið. Gott eitt og sér eða sem meðlæti með mat eins og t.d. góðum fiski eða kjúklingi.

2012-12-04 14.21.51-2

Detox salat
2 brokkolí, stiklar fjarlægðir
1 blómkál, stiklar fjarlægðir
5 gulrætur
½ bolli graskersfræ
1 bolli þurrkuð trönuber eða rúsínur
½ bolli steinselja, söxuð
6 msk sítrónusafi
Sjávarsalt og pipar
Lífrænt maple síróp

Aðferð

  1. Fínrífið brokkólí í matvinnsluvél og látið síðan í stóra skál. Gerið eins með blómkálið. Endurtakið að lokum með gulræturnar.
  2. Hellið graskersfræjum, trönuberjum/rúsínum og steinselju í skálina. Bætið við sítrónusafanum og saltið og piprið. Blandið vel saman.
  3. Rétt áður en salatið er borið fram er sírópinu hellt yfir.

Það er jafnframt hægt að nota hvítvínsedik í staðinn fyrir maple síróp. Einnig er gott að nota bæði. Byrja á að hella um 2-3 msk af hvítvínsediki og smakka síðan til með sírópinu.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.